froskur útgáfa

   Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

                   

Smelltu á lógó

 
 

SVALUR OG VALUR

TVÆR NÝJAR
SVAL OG VAL BÆKUR
BÆTAST VIÐ Í BÓKASERÍUNA!

 
 

Um er að ræða "Svalur í Sovétríkjunum" og "Á valdi kakkalakkanna"
Sú fyrri kom út á frönsku árið 2020 og er á óskiljanlegan átt ekki flokkuð í aðalseríunni hjá Dupuis útgefanda þótt þarna sé á ferð bók í sama anda og allar hinar sem á undan hafa verið gefnar út. Hjá Frosk Útgáfu var tekin sú ákvörðun að hún skildi sóma sér vel í íslensku seríunni sem útgáfan stendur fyrir. Bókin er vel teiknuð í anda bestu Sval-bókanna og sagan er fjörleg og skemmtileg sem gerir bókina að einni af bestu Sval og Val bókum síðustu ára.

Á sama tíma og Svalur og Valur kljást við hamar og sigð í gömlu Sovétríkjunum ákvað Froskur Útgáfa að gefa út Sval bók þar sem seinna stríð er sögusvið eða tiltekið árið 1943 þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu og tóku yfir stjórn landsins. Bókin "Á valdi kakkalakkanna" er stútfull af alls konar tilvitnunum í eldri Sval-sögur og sögulega atburði sem lesandinn getur ef til vill tengd við eldri Sval-sögur eða menningarlíf þess tíma. En aðal skemmtunin eftir að hafa lesið söguna er að lesa hana aftur og aftur og rýna í hana til að finna smá atriðin sem leynast í myndunum. Og til að gera þessa bók enn skemmtilegri ákvað Froskur Útgáfa að leyna ýmsum atriðum úr íslensku þjóðlífi sem vel athugull lesandi gæti tekið eftir. Teiknistíll er frábær og minnir á stíl Yves Chaland sem tók að sér fyrir 40 árum að teikna stutta sögu með Sval og Val.

 

                             

 
 
 

Sveppagreifinn er horfinn og allt bendir til þess að Sovétmenn standi á bak við hvarfið. Sovétmenn rændu Sveppagreifanum en til hvers? Það kemur ekki í ljós fyrr en Svalur og Valur fara til Moskvu. Þar byrjar leitin af Sveppagreifanum en félagarnir verða ekki lengi frjálsir ferða sinna því þeir eru teknir höndum og sendir í Gúlag fangabúðirnar. Fljótlega komast þeir að áætlun Sovétmanna og hún er augljós: að breyta heiminum í kommúnískt ríki! Og þeim tekst það!

Innbundin 56 síður

 

 

Við erum stödd í miðri seinni heimstyrjöldinni í Belgíu. Heimalandi Svals. Hann eins og aðrir verða að vinna með Þjóðverjum til að lifa af enda er hinn kosturinn annað hvort að vera skotinn til bana eða sendur í fangabúðir. En á bak við tjöldin er Svalur ásamt Val að vinna að skemmdarverkum gegn innrásarher Þjóðverja. En Þjóðverjar hafa fundið óvenjulegt og áreiðanlegt vopn gegn árásum bandamanna. Svalur sem var handtekinn fyrir landráð fær uppljómun í fangelsinu og fullyrðir að hægt sé að vinna stríðið með einföldum hætti. Bandamenn snú taflinu við og Kakkalakka-ógnin er bæld niður með gríðarlegum fögnuði.

Innbundin 62 síður

 

  NOKKRAR BÆKUR FRÁ FORLAGINU  
               
  Goðheimar 13              
  Loki hinn lævísi er þjakaður af martröðum sem eru runnar undan rifjum Heljar, gyðju hinna dauðu. Í verstu martröðinni er Loki sakaður um að hafa drepið Baldur svo að hann einsetur sér að koma í veg fyrir að draumurinn rætist. Þetta tekur mjög á taugarnar – ekki síst fyrir Höð, hinn blinda bróður Baldurs.              
KYNNING

 

 


Í tilefni þessarar hátíðar gefur Froskur út bókina GEN-01 eftir höfundinn Fannar Gilbertsson.
Hér er um að ræða 120 síðna bók sem Fannar hefur unnið að í 8 ár.
Höfundurinn verður á staðnum og áritar af sjálfsögðu bók sína báða dagana sem hátíðin stendur.

KOMIÐ OG NÆLIÐ YKKUR Í EINTAK!


Annar gestur okkar er
Bjarni Hinriksson
sem er vel þekktur í myndasöguheimi Íslendinga.
Hann mun kynna nýjustu bók sína sem kemur út á næsta ári!

Froskur Útgáfa verður með fjölda titla á tilboðsverði og kynnir
nýjustu Sval og Val bækurnar og það sem er í vændum fyrir Jól!

 
 

 
 

MIDGARD HEFUR GÖNGU SÍNA Á NÝ EFTIR ALLT OF LANGT HLÉ!
https://www.facebook.com/midgardrvk/

 

 
  Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11;12;13;   Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / myndasogur@myndasogur.is