![]() |
![]() |
Nýjasta NeoBlek blaðið er komið í bókabúðir! 70 blaðsíður sem svíkja engan. Með þessu tölublaði hefst síðasti kafli úr 3. Testamentinu sem hefur haldið lesendum í spennu um það hverjir munu á endanum komast yfir leyndardóminn um testament sem Kirkjan hefur haldið leyndu í aldanna rás. Sagan "Gátan um jötuninn" tekur á sig nýja stefnu þegar Pálína yfirgefur mannheim til smáfólks. Hún er ráðvillt en kynnist fólki sem lífir í takt við móður jörðina og háskóla verkefnið hennar fer fyrir bí. |
![]() ![]() |
Íslenskar myndasögur 2012 Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum árið 2012. Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur að ræða og hægt að telja þær á fingrum annarrar handar. |
![]() |
![]() |
|||
|
||||
Þessi bók er um besta partinn af Biblíunni. Endinn. Okeibæ og Forlagið gáfu út bókina. |
![]() |
|||
![]() ![]() |
Það komu út tvö blöð af NeoBleki á árinu. Númer 19. og 20. Tuttugasta tölublaðið var að þessu sinni allt í lit. Tímaritið er löngu þekkt fyrir vandaðar myndasögur úr þeim kraumandi myndasögupotti sem Frakkar eru duglegir að viðhalda með góðu efni. Íslenskt efni er aldrei langt frá og er iðulega hægt að fylgjast með hinum og þessum sem hafa það að ástríðu að teikna myndasögur. |
|||
![]() ![]()
|
Froskur Útgáfan gaf út tvær franskar myndasögur í íslenskri þýðingu: “Lóa-Trúnaðarkver” eftir Julien Neel og “Tímaflakkarar” eftir Zep, Stan og Vince. Frá útgefandanum segir að Lóa glímir við mörg dæmigerð vandamál táningsstúlkna. Hún kynnist fyrstu ástinni auk þess sem hún reynir að koma móður sinni saman við sjarmerandi nágranna. Tímaflakkarar fjallar um syst-kinin Soffíu og Snorra sem komast yfir farsíma sem getur flutt þau fram og til baka í tíma. Þau ferðast víða og valda iðulega miklum usla. |
|||
![]() ![]() ![]() |
Iðunn endurútgaf tvær Tinna-bækur: “Dularfulla stjarnan” og “Svaðilför í Surtsey”. Og svo þriðju bókina í Goðheimaseríu
Peter Madsens “Veðmál Óðins”. |
Eldri færslur: 1 |
Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |