![]() |
![]() |
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í leiknum okkar í ár en 20 heppnir þátttakendur geta farið að hlakka til því búið er að draga úr pottinum sem margir duttu í og þeir sem heppnir eru geta haft kósi um jólin og lesið eina af skemmtilegustu jólabókunum í ár. Arfinnur Jónasson, Gujón Sigurðsson, Kristján Ármannsson, Gunnar Júlíusson, Atli Laugdal, Elías Melsted, Eyþór Hauksson, Ástráður, Guðvarður Steinþórsson María Sigureyjardóttir sem vinna sér inn bókinaTímaflakkarar. Við óskum þeim til hamingju og gleðilegra jóla. Fleiri leikir verða í framtíðinni. Ekki missa af þeim! |
![]() |
![]() |
![]() |
Þetta er þriðja bókin í seríunni sem Peter Madsen hefur teiknað fyrir 30 árum síðan. Í þessari bók hafa Valkyrjur það hlutverk að velja hugrakka bardagamenn í lið Óðins sem mun að lokum verja heim goða gegn jötnum. En Óðinn er ekki ánægður með kappana sem þær útvega honum og veðjar við þær að sjálfur geti hann farið til Miðgarðs og fundið þrjá vaska menn sem slái öllum öðrum við. Verkið er þó flóknara en Óðinn ímyndaði sér og hann tefst við leitina. Á meðan hrifsa bræður hans til sín öll völd í Valhöll og gera afdrifaríkar breytingar. |
|
|
|
|
20. myndasögublaðið NeoBlek er í vændum! |
2 nýjar myndasögur verða gefnar út um jólin |
|||
|
![]() Nýjar myndasögur munu birtast lesendum eins og "Aldebaran" og "Gátan um Jötuninn." Aldebaran hefur fengið mikið lof fyrir það að vera vísindaskáldsaga með mannlegt yfirbragð. Ung stelpa, Kim að nafni, er í aðalhlutverki á plánetunni Aldebaran-4 sem er í svipaðri stærð og gerð og Jörðin. Hún er staðsett í stjörnumerkinu nautinu þar sem bjartasta stjarna þess heitir Aldebaran. Það sem kemur mest á óvart í sögunni er að mannleg samskipti ræður ferðinni frekar en stjörnustríð sem fólk er vant að sjá. Dýraríkið er mjög fljölbreytt og spilar eitt aðalhlutverkið. "Gátan um Jötuninn" er ævintýri sem gerist á milli heima. Menn og álfar hittast í hliðarheimi. Ung kona, Pálína er að fara í frí í smá þorp í Frakklandi. Fríið byrjar ekki vel þegar bíllinn sem hún fær lánaðan bilar. Erwan, ungur maður sem býr þar kemur eins og bjargvæntur og aðstóðar hana. En hann lumar á öðru sem kemur Pálínu á óvart. Álfar eru ekki langt frá...
|
Margir hafa spurt um námskeið í myndasögugerð sem myndasögur.is bíður upp á. Það hefur ekki verið tími enn sem komið er til að setja upp nákvæmt námskeið þess vegna er málið í biðstöðu. En það vantar ekki viljan hér til að gefa kost á sliku námskeiði þannig að við skulum bíða og sjá hvort þetta fari ekki í gang næsta vor. Við látum vita um leið og síðan er aðgengileg.
|
||
|
|
|||
Myndasögur.is / Ármúla 20 / 108 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |
||||