froskur útgáfa

                                 Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
bnande de noelbande de noel

Bæklingur 2015 Smelltu!

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
 
 

Froskur útgáfa gefur út fjórar bækur fyrir jólin 2015

 
 

Svalur og valur 4

Svalur og Valur 4
Svörtu hattarnir

Svalur 57

Svalur og Valur 57
Vikapiltur á vígaslóð

Múmínálfarnir vol1

Múmínálfarnir Bók 1

Skósveinarnir 2

Skósveinarnir 2

 
 

Bókin hefur að geyma þrjár sögur. Svalur og Valur rekast á hlébarða. Þessi óvænti fundur leiðir þá til lítillar eyju við ósa Kongófljótsins. Þar leysa Svalur og Valur úr ágreiningnum og stöðva ættbálkastríð. Í næstu sögu dregur Valur Sval með sér á kúrekaslóðir Villta vestursins. Í síðustu sögunni kljást þeir við smyglara hættulegra efna í Evrópu. Athyglisvert að bera þessa bók saman við eldri útgáfuna og sjá að margt er ekki eins.

 

 

Þótt stríðið í Aswana eigi að heita búið halda andstæðar fylkingar áfram að berjast með tilheyrandi eyðileggingu á menningarminjum. En þar sem von er um skjótfenginn gróða skríða sníkjudýrin fram. Don Lucky Vitó Cortizone er einn af þeim. Svalur og Valur eru neyddir til að hjálpa honum. Ætlunarverkið tekst, en á kostnað annarra sem er hetjunum okkar ekki að skapi. 57. bók í seríunni. Nú er bara eftir að fylla í götin...

   
Safnbók með myndasöguræmum sem Tove Jansson teiknaði um Múmínfjölskylduna og birtust fyrst í dagblaðinu Evening News í Lundúnum á árunum 1953 til 1959. Hér er að finna fjórar mislangar sögur í svart/hvítu. Ljúfur og draumkenndur heimur einkennir sögurnar og allar persónur verða einhvern veginn partur af lesandanum. Tove Jansson beinir spjótum að samtímanum og liggur ekki á skoðunum sínum á konum og körlum.
   
Skósveinarnir snúa aftur í nýrri bók. Eftir langan vinnudag biður Gru einn skósveininn um að taka til í rannsóknastofunni. En sá fiktar því miður við brúsa merktan PX-41 sem inniheldur eiturgas og breytir gulu góðu fyndnu skósveinunum í fjólubláa, vonda og fúla skósveina. Allt fer til fjandans á heimili Gru. En húmorinn flæðir í gengum bókina og skilur eftir löngun hjá lesandanum til að ganga í skósveinaherinn hjá Gru.Meiri Banana!
 

 

MAMMA! HJÁLP!

 
 

MAMMA er ný mynda-sögubók eftir Hugleik Dagsson og Pétur Atla Antonsson.
Bókin er fjórða í röð í bókaseríunni "Endir" og segir frá mömmu barns sem virðist hafa farið í frjóvgunarmeðferð en fékk mjög dularfullt sæði í gjöf sem gerir það að verkum að barnið stækkar umfram það sem eðlilegt er eftir að það fæddist. Það veldur óhjákvæmlega röskun á umhverfinu og á endanum er löggan, herinn og landhelgisgæslan komin í

Mamma mynd 1MammaMamma_mynd 2

spilið til að útrýma fyrirbærinu. Með hjálp nágranna sínum lætur mamman ekki bugast og reyna þau hvað þau geta til að bjarga barninu. En barnið er ódrepandi. Hvar endar þetta, það er ekki vitað. Þarna fær Pétur teiknari að leika listir sínar og skilar 100% frábæru verki. Sagan er nánast textalaus og gerir það að verkum að hún er fljótlesin. Synd því maður vill staldra lengur við atburðarásina. Þá er best að lesa myndirnar aftur og njóta...

 

  Laboratorium 2

TVÆR BÆKUR 16 X 16

Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson héldu upp á nýútkomnu bækurnar sínar með sýningu þann 21. nóvember í gallerí GALLERA að Laugavegi 33 2. hæð.
Lóa með "Lóaboratorium 2" en Hugleikur með "Hvað með börnin?". Báðar bækurnar innihalda einrömmunga en myndasögur eru í minni hluta. Þetta eru krassandi vangaveltur listamannanna á sinni samtíð. Svart, súrt, ljúft, óskiljanlegt, og broslegt í senn.

  Hvað með börnin  

 

fÁFRÆÐI MYND1Fáfræði Erna mistFáfræði mynd2FÁFRÆÐI er ný myndasögubók sem Tindur gefur út. Hún er fyrsta bók Ernu Mist 17 ára skólanema í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Stíllinn og hugmyndafræði á bak við bókina minnir á "Okkur" bækurnar hans Hugleiks. Að feta í fotspor Hugleiks er ekki auðveldur leikur þótt einrömmunga myndirnar hans séu mjög einfaldar en lesandi fer óhjákvæmlega að bera saman bók Ernu og bækur Hugleiks. Þetta er góð tilraun hjá Ernu og vonandi mun næsta bók bera keim af meiri persónuleika.

 

 

 

goðheimar 6Forlagið opnar myndasögujólaballið
Það sætir tíðindum þegar ný myndasögubók kemur út á Íslandi en það gerðist um miðjan október þegar Forlagið gaf út sjöttu bókina í seríunni Goðheimar. Myndasöguáhugamenn hafa beðið ansi lengi, of lengi væri hægt að fullyrða eða síðan 1989 eftir framhaldinu af þeirri bókaseríu. Þeir sem gátu ekki beðið lásu hana á frummálinu, dönsku en það jafnast ekkert á við að lesa góðar bækur á móðurmálinu íslensku. Og þessi verður örugglega lesin spjaldanna á milli. Það verður skemmtilegt að hitta aftur hrafna Óðins, Huginn og Muninn, ásanna Þór, Loka, Mímir, Sleipnir, gyðjurnar Sif, Iðunni, Frigg og allar Valkyrjurnar og auðvitað að ógleymdum Röskvu og Þjálfa sem fylgja ásunum allt sem þeir fara.

 

  Viggóhús  
     
         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is