froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

 

svalur 3

Þriðja bókin um Sval og Val Svalur í hringnum er komin í verslanir. Þrjár stuttar og skemmtilegar sögur eftir André Franquin frá árunum 1948-1949. Fyrsta sagan er Vélmennisuppdrátturinn. Hún er sjálfstætt framhald sögunnar um Vitskerta prófessorinn sem kom út í fyrra. Samovar prófessorinn, uppfinningamaðurinn sem vildi sprengja jörðina, er kominn úr spítalavistinni og það fréttist. Glæpagengið vill óðum ná teikningum af vélmenninu en auðvitað stendur Svalur í vegi fyrir þeim. Lengsta sagan í bókinni er Svalur í hringnum. Svalur fær áskorun frá Steingeiri um að slást í hnefaleikahring og hann slær til! Götulífið blómstrar eins og það var á fyrri hluta 20. aldar. Bókin endar þar sem Svalur og Valur fara í smá útreiðatúr í sveitinni sem endar með ósköpum vegna fílfaláts Skúfs. Skúfur? Er það nú hestanafn?
spirou fait du cheval
 

 

Myndasögusýning í myndasögudeild í aðalsafni Borgarbókasafns

 
 

Plantan á ganginum - myndasögusýning í aðalsafni

 
 

plantanFöstudagur 07. nóvember kl. 16 opnuðu systurnar Elísabet Rún og Elín Edda myndasögusýningu í aðalsafni. Á sýningunni verður fyrsta myndasaga þeirra í fullri lengd, Plantan á ganginum. Allir velkomnir.
 
Elísabet Rún stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Elín Edda er á lokaári sínu á eðlisfræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Samhliða því hefur hún sótt námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í listum. Þessa dagana vinnur hún
að nýrri grafískri skáldsögu. Þær höfðu báðar fengist við myndasögugerð í langan tíma áður en þær ákváðu að vinna saman að
gerð Plöntunnar á ganginum.
 
Plantan á ganginum birtist upphaflega sem vefmyndasaga og fór fyrsti ramminn í loftið þann 20. júní 2012. Systurnar luku sögunni í byrjun ársins 2014 og hafa síðan unnið að því að gefa hana út á prenti. Bókin kemur út á sama tíma og sýningin opnar, föstudaginn 7. nóvember 2014. Á sýningunni verða myndasögur eftir Bjarna frá síðustu tveimur árum.

Plantan á ganginum fjallar um Geirþrúði sem býr í íbúð fullri af plöntum og blómum í miðbæ Reykjavíkur. Hún umgengst fáa aðra en plönturnar sínar en skrifast á við frænku sína, Ýrr, sem er á sífelldu ferðalagi um heiminn. Líf Geirþrúðar, sem áður var heldur tíðindalaust, breytist þegar hún kemur afar sérstakri plöntu fyrir á stigaganginum í húsinu. Sá atburður leiðir til þess að hún kynnist nágranna sínum, Örvari, og sér þá að þau eiga meira ameiginlegt en hún hafði haldið.
 
Hér má sjá myndband sem kynnir söguna: https://vimeo.com/107019632.
 
Plantan á ganginum er ljóðræn og tilraunakennd saga um vináttu og að vera öðruvísi. Sagan er samvinnuverkefni systranna og er því teiknuð í tveimur stíltegundum. Auk þess leituðust báðir teiknarar við að leyfa sköpunarkraftinum og fjölbreytileika teikningarinnar að ráða för.
 
Það er okkur á Borgarbókasafninu sérstök ánægja að sýna verk eftir þessa spánýju myndasöguhöfunda, en báðar systurnar hafa tekið þátt í  myndasögusamkeppnum á vegum Borgarbókasafnsins og unnið til verðlauna og viðurkenninga.
 
Hægt er að nálgast myndasöguna á slóðinni: http://theplantinthehallway.tumblr.com/.
Sjá einnig heimasíðu Elínar Eddu: www.elinedda.com 
 
Sýning er staðsett í myndasögudeild á annarri hæð.
 
Sýningin stendur fram í miðjan janúar 2015.

 

 

  Astrikur logo  
 

FARIÐ FRÁ! GAULVERJARNIR ERU KOMNIR!

 
  asterix image longue

30 ár ! liðin eru þrjátíu ár síðan Ástríkur og Steinríkur létu sjá sig síðast við borð landsmanna og skemmtu rækilega. Á meðan gátu Frakkar og aðrar þjóðir fylgst með ævintýrum þeirra kumpána. Froskur útgáfa er stolt að geta boðið upp á nýja seríu um ævintýri þessara rúmfreku en frækilegu gaulverja. Útgáfan á seríunni mun byrja smátt og smátt en Ástríkur og víkingarnir verður fyrsta bókin í röðinni. Stórskemmtileg lesning  þar sem við fáum að kynnast þessum hræðilegu Norðmönnum. Eru þetta ragnarök ? Ó nei, þeir eru landkönnuðir sem vilja vita allt. Þeir koma til að læra. Þetta er nefnilega námsferð. Ferð til að læra ótta ! Til þess nema þeir land á strönd smá þorps í Armoríku og ræna meistari meistaranna í hræðslu ! Ótrúlegt en satt. Því miður tekur kennslan öðruvísi stefnu en óskað var.

Víkingarnir eru klikk.

 

Asterix vikingar  

  blek 26

Myndasögublaðið NeoBlek 26 er komið í bestu verslanir landsins.

Ljúf og draumkennd saga eftir Moki, Wandering Ghost, kveður að sinni. En ný saga byrjar í þessu hefti undir heitinu Deep. Dýraríkið tekur í sínar hendur að velta manninum úr valdastóli sínum sem fremstu dýrategund á jörðinni. Náttúran er búin að fá sig fullsadda af yfirgangi mannskepnunnar og óskiljanlegar árásir fugla, fiska og spendýra dynja yfir þá. Eru dýrin komin með svipuð skilningarvit og maðurinn eða er svarið að finna í undirdjúpunum?

Æsispennandi saga Blueberrry heldur áfram. Indíánarnir eru komnir í klípu. Þeir halda sig örugga lengst upp á syllu þar sem engin sér þá. Þeir eiga eftir að verða fyrir byssu bláliðanna. Allt er honum Vittorio að kenna sem leiddi hvíta menn í þorpið. En Blueberry, vinur indíánanna, er að koma aftur í þorpið eftir að hafa farið að veiða og finnur torkennilega lausn til bjargar. Jean Giraud og Michel Charlier fara á kostum í þessari sögu.

Humphrey Van Weyden bjargaðist úr sjónum í selveiðiskip sem Úlfur Larsen stýrir. Það var lán í óláni. Humphrey kynnist því hvað sjómannslíf getur verið harðneskjulegt. En hann lærir líka að umbúðir sem klæða menn geta villt fyrir manni. Á bak við óþolandi hroka Úlfs leynist listræn sál sem leyfir sér að ferðast í gegnum bókmenntir á meðan hann siglir á sjó og hræðist ekkert sem fyrir kemur.

Síðast en ekki síst, leyfir Sandra Rós Björnsdóttir okkur að kíkja aðeins í myndasögu sína Djákninn á Myrká sem hún er að teikna í tilvonandi jólabók.

 

         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is