froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

 
3 NÝJAR MYNDASÖGUR
 
 

Þrjár myndasögur eru komnar út hjá Frosk Útgáfu í ár og verða fáanlegar í bókabúðir á næstunni. Tímaflakkarar bók 2, Lóa bók 2 og Svalur og Valur bók 2. Athygli er vakin á því að 20 ár eru liðin frá útgáfu Sval og val og er því mikið fagnaðarefni.

Þeir sem geta ekki beðið eftir því að fá þessar myndasögubækur geta heimsótt útgáfunna á bókamessu sem er haldin helgina 23. til 24. nóvember 2013 og gert góð kaup.

Hægt er að skoða dagskrá bókamessunnar hér: http://www.bokatidindi.is/index.php/frettir

  Tímaflakk2Lóa 2svalur og valur2  
 
  jongunnarsson

Þann 9. Október 2013 lést Jón Rúnar Gunnarsson á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hver er hann eru vafalaust margir að spyrja? Fyrst og fremst var hann málaséní eins og Þorsteinn Ólafsson rifjar upp í minningagrein sinni í morgunblaðinu frá 18. október. Hann segir: „Jón fór að kenna ítölsku í Málaskóla Mími þegar hann var í 5. bekk og 23 ára gamall kunni hann 22 tungumál“! Jón helgaði líf sitt kennslu við Háskóla Íslands og hefur verið einn af þýðendum á nýrri Biblíu.

 

Það var einmitt vegna þess hvað hann var ótrúlega fær um að tileinka sér tungumál að bókaútgáfan Iðunn fékk hann til starfa við að þýða myndasögur þegar forlagið byrjaði að gefa þær út upp úr 1977. Hans ferill sem þýðandi myndasögubóka hófst meðal annars með Sval og Val, Viggó viðutan, Fláráður stórvesír, Mc Coy og Fjóra Fræknu bókunum sem komu út 1978. En það fór ekki hátt um hann eins og Jóhann Páll Valdimarsson, eigandi Forlagsins, segir í viðtali sem birtist í NeoBlek 19 þegar hann rifjar upp aðkomu Jóns við þýðingar á Strumpabókunum.

 

En Jóni fannst niðurlægjandi að vera bendlaður við þýðingu á Strumpumál að hann vildi ekki að nafn sitt kæmi fram á kredit listanum. Þess í stað stendur: „ Þýðing: Strumpur“. Sem er svo sem mjög strumpað!

Hvað sem því líður mega Íslendingar vera honum þakklátir fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til að myndasagan dafnaði og væri aðgengileg fyrir yngri kynslóðina. Við þökkum fyrir hans framlag og minnumst hans með gleði á lestri góðra myndasögubóka sem hann var snillingur í að snúa á okkar eigin tungumál. Bestu kveðjur Jón.

 
 
 
 

Nú styttist í að fyrsta bókin um Sval og Val komi til landsins eftir 20 ára hlé. Í tilefni af 75 ára afmæli Svals, verður til sölu í takmörkuðu magni skemmtilegur varningur sem tengist afmælinu. Bollar, plaköt og barmmerki. Kíkið í "Vefverslun" undir "Svalur 75 ára" og pantið í tíma skemmtilegar jólagjafir.

tassebadgeposter  
 

blek 23Myndasögublaðið NeoBlek 23 er skriðið í verslanir.
Framhaldssögunum lýkur í þessu hefti nema 3. Testamentið sem mun kveðja í næsta blaði. Slagur á milli góðs og ills nær hápunkti og stutt er í að við fáum opinberun 3. testamentið. Vinirnir Kim og Markús í Aldebaran halda á vit ævintýra sem þeim óraði ekki fyrir. Eftir að hafa eyðilagt þorpið þeirra hefur dularfulla sjóskrímslið ekki látið sjá sig. Margir vilja vita meira um það eins og til að mynda herstjórinn Loomis sem handtekur Markús og Herra Pad. Sá síðarnefndi kemur þeim að lokum til  hjálpar og reddar þeim um far á skipi sem fer til Anatolíu. Leiðangurinn í sögunni um Jötuninn heldur áfram í álfaskógi og smátt og smátt lærir Pálína að lifa með þessu fólki og vinur hennar Erwan sem þarf að taka sæti Meistarans Kristó. Svo ekki má gleyma grein Stefáns Pálssonar í tilefni þess að Svalur og Valur snúa aftur til landsins eftir 20 ára hlé!
NeoBlek ávallt alls staðar!

myndkynning  
 
 
 

Skugginn af sjálfum mér
Þann 6. september 2013 hélt Bjarni Hinriksson upp á 50 ára afmæli sitt með glæsilegu móti. Fyrir utan það að halda skemmtilega veislu fyrir sína nánustu, gaf hann út merkilega myndasögubók sem ber nafnið: "Skugginn af sjálfum mér". Bjarni hefur verið afkastamikill myndasöguteiknari þótt það sé ekki aðalstarfið hans. Þetta er þriðja bók hans. Bókin er sambland af myndasögu og myndskreyttum texta og segir frá Kolbeinni Hálfdánarsyni myndasöguteiknara og er aðeins kíkt inn í líf hans.
Bjarni notar ljósmyndir í myndasögusköpun sinni sem hann breytir og togar á alla vegu til að skapa skáldsöguheim sinn.
Bókin er fáanleg í bókabúðum og auðvitað á vefsíðu myndasogur.is.

 

skugginna af  
         
 

Eldri færslur: 1;2;3

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is