froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

 

nuka 2Ekki missa af sýningu í Norræna Húsinu.
Nuka K. Godtfredsen sýnir úr teiknimyndaseríu sem hann gerði fyrir ÞJóðminjsafnið í Danmörku. Nuka K. Godtfredsen er tilnefndur ásamt Martin Appelt til nýju Norrænu barnabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem Norræna Húsið sér um. Sýningin opnar 3.september og stendur til 23.september. Sýningin er framleidd af og fyrir Þjóðminjsafnið í Kaupmannahöfn í samvinnu við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

nuka 1  
 
 
 

The Wandering Ghost – opnun

 
 

Fimmtudaginn 5. september kl. 17 opnar sýning í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, á myndum úr myndasögunni The Wandering Ghost eftir myndasöguhöfundinn Moki. Einnig verður hægt að skoða spánýtt veggmálverk listakonunnar á Reykjavíkurtorgi.

Myndasagan The Wandering Ghost sem á íslensku mætti útleggja sem „sveimur“, er dularfull og dálítið háskaleg ævintýrasaga sem lýsir ferðalagi og hamskiptum lítillar vofu. Listakonan sækir áhrif sín meðal annars til múmínmynda finnska höfundarins Tove Jansson og teiknimynda japanska kvikmyndagerðamannsins Hayao Miyazaki.
Sýningin og smiðjan eru samstarfsverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn og myndasögusmiðjan er að auki styrkt af Pentel.
Sjá nánar á eftirfarandi slóðum:
 
http://www.mioke.de
http://www.goethe.de/kue/lit/prj/com/cav/mok/enindex.htm

moki wandering  
 
 
 

blek 22

Nældu þér í 22. tölublað af vinsælasta íslenska myndasögublaðinu NeoBlek!

Froskur Útgáfa sendir frá sér nýtt NeoBlek myndasögublað. Ef þú finnur það ekki í þinni bókabúð er ekki eftir neinu að bíða en að gerast áskrifandi.
Framhaldssögurnar eru á sínum stað ásamt stuttum sögum með hetjunum Lóu og Tímaflökkurunum, Soffíu og Snorra sem Íslendingar eru farin að þekkja. Félagarnir Ragnar Árnarson og Bjarni Hinriksson segja frá heimsóknum sínum sem var annars vegar til Bandaríkjanna og hins vegar til Frakklands. Páll Ólafsson heldur heiðrinum uppi fyrir íslenska myndasöguhöfunda með sínum rússneska ófurnjósnara Ígor Júríkoff sem lætur ekki deigan síga hvort sem er gegn tengdamömmu, holdsveiku fólki eða fyrrverandi kærustu. Annað er uppi á teningnum með geimverur sem taka hann á brot með sér í geimskipið þeirra.
NeoBlek ávallt alls staðar!

timaflakk
 
 

 
 

valhöll kápavalhöll bls1Vallhöll bls 2 Nýlega, eða 18. maí síðastliðið, voru haldnar allsherjar voropnanir á myndlistasýningum í miðbæ Akureyrar. Þar á meðal var útskriftarsýning á verkum nemenda úr Myndlistaskólanum á Akureyri. Það var margt að sjá og það er skemmtilegt að segja frá því að nemandi þar úr grafískri hönnun, Hrannar Atli Hauksson, valdi sem lokaverkefni að teikna myndasögu og gaf hana út í 20 eintökum. Heftið er í "comics" broti og er 32 bls. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Hrannar lagt mikla vinnu í verkefnið og má með sanni segja að þar er á ferðinni tilvonandi myndasöguteiknari framtíðarinnar. Það verður ánægjulegt að fylgjast með honum og vonandi fáum við að njóta hans hæfileika sem mest. Þeir sem vilja ná sér í eintak verða því miður að láta þessar myndir nægja því allt seldist samdægurs á augabragði. Sem segir okkur það að myndasagan á Íslandi á bjarta framtíð.

 
 
 
 

gisp11Hið furðulega , ólseiga og tuttuguogtveggjaára gamla myndasögublað (Gisp!) rís úr gröf sinni!
11. tölublaðið lítur dagsins ljós föstudaginn 24. maí og verður kynnt praktuglega hjá Listamönnum, Skúlagötu 32.
Á sama stað og sömu stundu klukkan 20 opnar gisparinn Jóhann Ludwig Torfason sýninguna "Þrautir".
Ellefta tölublaðið er hlaðið spennandi sögum og myndlist eftir Bjarna Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason og Þorra Hringsson. Að venju eru fyrirmyndargestir í blaðinu með krassandi efni: Sigga Björg Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Lilja Hlín Pétursdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir.
Það vekur athygli að Blek blaðið er getinn í blaðinu. Tiltekið á forsíðunni þar sem annar grafreitur er merktur "Blek".

þrautir  
 

 
 

Stefán kom fram á Xið útvarpinu í gær morgun fimmtudag. Endilega að hlusta á hann.

   
 
stefanStefán Pálsson stefnir á að ræða um Sval og Val í tíu tíma!
Stefán, sagnfræðingur, spurningahöfundur, friðarsinni og sérstakur áhugamaður um teiknimyndasögur, ætlar þann 22. maí að gera atlögu að þeim metum sem Íslendingar eiga fyrir lengstu ræður sem haldnar hafa verið. Þar skorar hann á hólm ræðukónga eins og Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra, sem eitt sinn hélt rúmlega tíu klukkutíma langa ræðu á Alþingi. Sú ræða var þó slitin sundur með tveimur matarhléum. Stefán ætlar að reyna að komast af án slíks. Umræðuefnið verður teiknimyndasögurnar um Sval og Val sem ófáir Íslendingar sem nú eru komnir á fertugsaldur ólust upp við að lesa.
Ræðuhöldin hefjast í Friðarhúsi á Njálsgötu 87 kl. 9 á miðvikudagsmorgunn og segir Stefán að allir séu velkomnir að fylgjast með. Þeir sem séu fastir í vinnu eða eigi ekki heimangengt geti svo fylgst með í beinni útsendingu á netinu á vefum Idega. Slóðin er spirou.illuminati.is
 
 
 
  marvelMARVEL Á BORGARBÓKASAFNI
Myndasögusamkeppni 2013: Afhending verðlauna og sýning
Borgarbókasafn Reykjavíkur og Myndlistaskólinn í Reykjavík í samstarfi við Nexus, stóðu í vor fyrir myndasögusamkeppni fyrir fólk á aldrinum 10-20+ ára.

Samkeppnin var nú haldin í fimmta sinn og í ár var tekin upp sú nýbreytni að keppa í þremur aldurshópum: 10-12, 13-16 og 17-20+ og eru verðlaun veitt í hverjum aldurshópi.
Yfir 50 myndasögur og myndir bárust í samkeppnina.

Dómnefnd hefur nú komist að niðurstöðu og valið þrjár bestu sögurnar í hverjum aldursflokki. Auk þess eru veittar sérstakar viðurkenningar. Dómnefndina skipuðu Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur, Inga María Brynjarsdóttir grafískur hönnuður og myndhöfundur, Björn Unnar Valsson bókmenntafræðingur og sérstakur dómnefndargestur var þýski myndasöguhöfundurinn Dirk Schwieger, sem er staddur hér á landi að vinna að myndasöguverkefnum.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 18. maí kl. 15, á Reykjavíkurtorgi í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Hún stendur fram í miðjan júní.

Eins og tíðkast hefur er samkeppnin helguð tiltekinni myndasöguhetju en árið 2013 er liðin hálf öld frá því að úrvalshetjuhópar hinnar svokölluðu ‚silfuraldar‘ bandarísku ofurhetjumyndasögunnar birtust fyrst: X-Men og Avengers. Þema keppninnar er því „Marvel“.

 

 
 
         
 

Eldri færslur: 1;2

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is