froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is


  NeoBlek 25 sumarblað myndasöguunnenda er komið í verslanir  
 

 

Sögurnar Blueberry, Wandering Ghost og Sægarpur eru á sínum stað. Allt er að komast á suðupunkt á milli indíánanna og bláliðanna. Blueberry tekur til sinna ráða og hjálpar vinum sínum svo þeir lendi ekki í klóm riddaraliðanna, en hann hefur annað á prjónunum: Sem sagt vinna hjarta ungrar indíánastúlku. Til þess ætlar hann á arnarveiðar. Meira en að segja það. Í Sægarpanum fer Humphrey Van Weyden háskaferð með því að fara um borð í Martinez skipið. Skemmtileg heimsókn verður að martröð þegar skipið ferst og Humphrey er bjargað um borð í seglskipið „Vofan“. Hann kynnist skipstjóranum um borð sem reynist vera algjör ruddi og ómanneskjuleg persóna sem virðir ekkert til að koma sínu fram. Við kveðjum  Ígor Júríkoff og dularfulla heimsókn hans á plánetu Sardox að sinni. Vonandi tekur Páll að sér að koma þessari sögu í bókarform og skemmtilegt væri að sjá hana í lit.

Láttu NeoBlek fara með þig á slóð ævintýra í sumar!

LoupdesmersBlek 25  

 

syning jeanMyndasögusýning

Föstudaginn 9. maí, kl. 16, verður opnuð myndasögusýning í myndasögudeildinni í aðalsafni Borgarbókasafns á verkum listamannsins Jan Pozok.

Jan Pozok eða Jean Posocco eins og hann heitir réttu nafni er fæddur í Frakklandi 1961. Hann hefur myndskreytt barnabækur síðan 1989. Þekktasta bókaserían sem hann hefur teiknað er Krakkarnir í Kátugötu sem Samgöngustofa gaf út fyrst 2004, en henni er dreift í alla leikskóla á landinu. Hann setti fyrsta myndasögunámskeiðið á Íslandi af stað árið 1995 í litlum einkareknum myndlistaskóla, Listaskólanum við Hamarinn, í Hafnarfirði.
Hann tók við útgáfu hasarblaðsins Blek árið 1997 og hefur haldið ótrauður áfram að gefa það út undir öðru nafni, NeoBlek, og hafa 25 tölublöð litið dagsins ljós. Úrg Ala Buks Unum, Rakkarapakk og Skuggi Rökkva eru myndasögubækur sem hann hefur teiknað. Auk þeirra hafa birst myndasögur eftir hann í dagblöðum og tímaritum.
Árið 2013 byrjaði útgáfufyrirtæki hans Froskur að gefa út þýddar myndasögubækur. Þetta eru þrjár seríur sem nefnast Tímaflakkarar, Lóa og Svalur og Valur, en nýjar þýddar myndasögubækur hafa ekki komið út að neinu ráði undanfarin þrjátíu ár. Froskur útgáfa mun fjölga titlum á næstu árum.
Á sýningunni má finna ýmis dæmi um myndasögur listamannsins, aðallega þó úr bókunum þremur. Sýningin er í myndasögudeild á annarri hæð aðalsafns og stendur út júlímánuð.

syning urg  

 

stefan kopavogur

Fyrirlestur um Sval og Val í bókasafni Kópavogs kl. 17.15

Gætið ykkar, nú byrjar gamanið en það verður hættulegt. Þessi orð þekkja aðdáendur Svals og Vals af baksíðu bókanna um þá kumpána. 8. maí kl. 17.15 ætlar Stefán Pálsson, sagnfræðingur, að flytja fyrirlestur um þá félaga Sval og Val vegna 75 ára afmælis þeirra á liðnu ári. Við hvetjum alla sem einhvern áhuga hafa á teiknimyndasögum að líta við og hlýða á Stefán. Það má búast við að þetta verði gaman en líklega ekki hættulegt – eins og Valur sagði við Gorm og Pésa á baksíðunni.

 

 

Ókeypis
myndasögudagurinn
er í dag
laugardaginn
3. maí
2014

okeipiss 4Nexus, ásamt þúsundum myndasagnaverslana um allan heim þátt í að kynna myndasöguformið með þáttöku í "FREE COMIC BOOK DAY" og gefur sérútgefin myndasögublöð fráýmsum útgefendum.
Þetta er þrettánda árið sem haldið er upp á daginn. Nexus og Ókei-bækur gefa blaðið ÓkeiPiss fjórða árið í röð. Viðburðurinn byrjar kl 12.00 á laugardaginn og blöðin verða gefin á meðan birgðir endast. Það ætti enginn að fara tómhentur heim en reynslan sýnir þó að það er gott að mæta tímanlega.
Það myndast að öllu jöfnu ógnarlöng röð og mikil stemming ríkir yfir daginn. Nexus hvetjar búningaáhugafólk til að koma í búningum og alla til að taka með góða skapið.

 

 

Draumavinir - opnun sýningar á norrænum myndasögum

 
 

draumavinirÞriðjudaginn 29. apríl kl. 17 verður opnaði sýning á norrænum myndasögum í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Draumavinir (Dreambuddies) kynna nýjar og Draumavinirheillandi myndasögur finnskra, sænskra, norskra, eistneskra og lettneskra myndasöguhöfunda. Sýningin kemur frá Finnlandi og sýnir rjómann af norrænum og baltneskum myndasögum. Verið velkomin á opnun sýningarinnar.
Þeir sem taka þátt í sýningunni eru hinn sænsk-finnski Henri Gylander; Finnarnir Mari Ahokoivu, Aarni Korpela og Reetta Niwmensivu; Svíarnir Ann-Christine Magnusson og Annika Giannini; Norðmaðurinn Anna Fiske; Anete Melece frá Lettlandi og Joonas Sildre frá Eistlandi.
Flestar myndasögur sem standa norrænum börnum til boða koma upprunalega frá Bandaríkjunum eða Japan. Heilt yfir er mjög lítið gefið út af innlendum myndasögum fyrir börn eða yfirleitt sögum sem spretta úr menningarheimi Norður-Evrópu, jafnvel þó svo þörfin fyrir innlendar sögur sé viðurkennd.
Myndasögurnar er að finna í safnritinu Dreambuddies sem gefið er út af finnsku myndasögusamtökunum með stuðningi frá Norrænu menningargáttinni.

Nánari upplýsingar um Dreambuddies má finna hér: http://nordicomics.info   

 

 

blek 24Þorrablaðið NeoBleks er komið í bókaverslanir

Í þessu tölublaði tekur sagan um þriðja testamentið enda eftir að hafa birst samfellt í NeoBlek í 10 tölublöðum. Þetta samsvarar 200 blaðsíðum. Gaman væri að sjá þessa sögu í bókaformi og hver veit nema útgefandanum takist það einhvern tíman. Þrjár nýjar myndasögur hefja flugið. Blueberry sem margir íslendingar þekkja er komin aftur undir óviðjafnanlegum stíl Giraud og meistaralega vel skrifuðu handriti Charlier. Báðir eru komnir yfir móðuna miklu en þeir skildu eftir sig ótal margar sögur sem standast tímans tönn og það er ánægjulegt að NeoBlek skuli bjóða eina af þessum sögum. Að þessu sinni er Blueberry orðinn útskúfaður úr riddaraliðinu og hefur vingast við indíána til að hjálpa þeim að lenda ekki í klóm bláliðanna sem smátt og smátt yfirtaka allt landið.

Moki, þýsk listakona, er gestur blaðsins og bíður lesendum að fara með sér inní draumkenndu söguna sína "Wandering Ghost". Skrítið dýr með stór eyru sofnar og þegar það vaknar aftur hefur það breytt um útlit. Sagan er sögð eingöngu með myndum sem leiða mann mjúklega í gegnum þessa ljúfu sögu. Loks er Sægarpur að hefja göngu sína. Myndasagan er eftir Riff Reb´s, en hann fékk viðurkenningu í fyrra fyrir aðra bók. Stórfenglegt ferðalag í orðum og myndum. Riff endursegir eina sögu Jack Londons "The sea Wolf" á sinn hátt og gerir það meistaralega.

Þetta er tölublað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

NeoBlek ávallt alls staðar!

 
         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is