froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is


 

 

  Borgarbókasafn Reykjavíkur og Myndlistaskólinn í Reykjavík í samstarfi við Nexus standa fyrir myndasögusamkeppni og -sýningu fyrir fólk á aldrinum 10 til 20+ ára. draumar samkeppni2015    
 

 

Þetta er í sjöunda sinn sem samkeppnin helguð tiltekinni myndasöguhetju og -þema er haldin. Að þessu sinni verður litið aftur til grárrar forneskju, en árið 2015 eru liðin hundrað og tíu ár síðan ein af fyrstu vinsælu persónum myndasagnanna leit dagsins ljós, litli drengurinn Nemo eftir Winsor McCay. Nemo litli ferðast um ævintýraheima á nóttunni, í draumum sínum og því er þemað að þessu sinni „Draumar“.

Miðað er við að hámarkslengd efnis sé tvö A4 blöð eða ein síða í A3 (öðru megin) og eru þátttakendur beðnir um að nota frekar þykkan pappír en ekki venjuleg fjölritunarblöð til að tryggja að verkin verði fyrir sem minnstu hnjaski í upphengingu. Vinnuaðferðin er algerlega frjáls og verkin geta hvort sem er verið myndasaga eða stök mynd með myndasöguþema eða mynd sem tengist myndasögum á einhvern hátt.

Þátttakendur skili verkunum á Borgarbókasafnið, aðalsafn, Tryggvagötu 15, í umbúðum merktum: „Draumar 2015“. Síðasti skiladagur er 17. apríl 2015. Vinsamlega athugið að láta fylgja fullt nafn, fæðingarár, símanúmer og tölvupóstfang.

Sýningin opnar sunnudaginn 3. maí kl. 15.00 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15 og stendur út maímánuð. Við opnun sýningarinnar verða úrslit samkeppninnar tilkynnt og verðlaun afhent við hátíðlega athöfn.
Dómnefnd skipa Signý Kolbeinsdóttir hönnuður, Sirrý (Margrét Lárusdóttir) myndasöguhöfundur og Björn Unnar Valsson bókmenntafræðingur.

 

 
 

eg er charlie

 
  neðanogofan

Ofan og Neðan er komin út.
Þetta er þriðja bókin í Endaflokki Hugleiks Dagssonar þar sem hann túlkar mismunandi heimsendi í hverri bók.
Í þetta sinn segir Hugleik frá því þegar þyngdarafl jarðarbúa snýst við og allir detta upp. Örfáar hræður hanga eftir í hvolfdum heimi. Réttara sagt innipúkarnir. Innipúkarnir erfa jörðina.
Bókin segir tvær reynslusögur af slíkum eftirlifendum, sem lesnar eru frá sitt hvorum enda bókarinnar og mætast í miðjunni.
Sigmundur B. Þorgeirsson hins vegar og Lilja Hlín Péturdóttir annars vegar teikna sitt hvort enda.

 

Lóaboratoríum er bók eftir Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur teiknara og tónlistarkonu. Meðal viðfangsefna stofunnar eru mannleg eymd, óþægileg fjölskyldumynstur, líkamshár, ofneysla af ýmsu tagi og margt fleira. Tími okkar er senn á enda og það eina sem mun standa eftir er þessi bók og nokkur kattavídeó á netinu.

Loabora  

 

LífsþorstiLífsþorsti er nýjasta bók Kristjáns Jóns Guðnasonar. Í henni eru þrjár myndasögur teiknaðar í svart/hvítu sem allar hafa konur að aðalpersónum. Kristján Jón leiðir lesandann í hugarheim sinn með mannlegum og áhrifanæmum sögum sem hann upplifði á einhvern átt sjálfur. Addý er fyrsta sagan í bókinni og fjallar um frænku hans sem hafði sterk áhrif á uppeldi hans. Freyja er önnur sagan. Í henni kynnumst við lífsferli ungrar konu sem alla ævi leitar að hamingju í hjónabandinu. Því miður verður ástarlíf hennar  þakið þyrnirósum  en nær rétt í lokin að upplifa einhverskonar sælu.

 

Í þriðju sögunni er Sigrún og aðrir vísindamenn í vondum málum á Grænlandsjökli þegar flugvél sem þau ferðuðust með hrapar. Hún er ófrísk en barnið bíður ekki eftir að komast í betri aðstæður til að komast í heiminn.
Froskur útgáfa gefur út.

lifsporsti
 

 

Lóa og Tímaflakkar eru komin í verslanir!

 
 

lóa 3Á hverfanda hveli er þriðja bókin um Lóu og mömmu hennar. Lóa gengur í gegnum hræðilegt tímabil eða hún heldur það. Ríkharður er farinn að vera fastur gestur hjá þeim mæðgum og mamma er yfir sig ástfangin af honum svo hún gleymir Lóu stundum. Síðasta athvarf Lóu er skólinn en þar eru breytingar einnig. Æskuvinkona hennar Mía, fer í annan bekk og Lóa kynnist Maríu Emilíu. Stelpa sem lætur hlutina fara í taugarnar á sér. Mía kynnist líka nýrri stelpu, Fatímu. Lóa er að stækka og tilfinningar hennar eru í flækju þess vegna veit hún ekki lengur sitt rjúkandi ráð gagnvært öllum þessum breytingum.

 

timaflakkSoffía og Snorri ferðast sem endranær í Tímaflakkarar 3 með hjálp þráðlausa símanum sínum. Þau heimsækja Jesú og fá lækningu hjá honum en skilja hann eftir meira einmanna en hann var áður. Hrói Höttur vill vera góður bakari og opna pitsustað en neyðist út í rán til að fjármagna tölvuleikjakaup systkinanna. Þöglar myndir eru fyrirbæri sem unglingar í dag hafa ekki skilning á og ferðalag til fortíðar hjálpar ekkert til að skilja það betur. Neil Amstrong fær óvænta heimsókn í ferð sinni til tunglsins! Eru Snorri og Soffía rússneskir njósnarar dulbúin sem börn?
Ekkert er öruggt lengur þegar systkinin eiga í hlut!

 

         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is