froskur útgáfa

                                 Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
 

 

2022

MYNDASÖGUR FRÁ FROSK ÚTGÁFU

2022

 
    Viggó 7
Hugdettur og handaskol

Hér er sjöunda bókin um afglöp þessa iðjuleysingja og í henni eru að finna heilsíðu brandarar en líka bréf sem Viggó hefur sent ritstjórninni á meðan hann var í fríi. Ef einhver heldur að Viggó sé að gera allt vitlaust BARA á vinnutíma þá er hann á villigötum því eins og Jóka, vinkona Viggós segir: lífið með honum Viggó er ævintýri líkast!           
    Tinni
Arumbaya skurðgoðið

Eftir andlát listamannsins Balthazar og einkennilegt hvarf skurðgoðs úr listasafni borgarinnar, ferðast Tinni alla leið til Suður-Ameríku til að komast að því hvers vegna allir vilja komast yfir þetta skurðgoð. Ferðalag sem gæti kostað Tinna aftöku, lífláti, umferðaslysi eða drukknun …     
  Lóa 7   Tinni
Myrkey

Tinni skreppur til Skotlands til að leysa mál sem hófst í Belgíu. Þar flækist hann meðal glæpamanna sem vilja hann feigan. Hann kemst í hann krappan og verður Tinni að fara til dularfullu eyjunnar Myrkey þar sem myrkraverk hafa verið framin sem tengjast málinu. En ógurlegt skrímsli tekur á móti honum …  
 
 
 
Skósveinarnir 5 og 6
Tvær nýjar og jafnframt síðustu bækur með þeim Skósveinum sem Froskur gefur út. 
 
48 blaðsíður af textalausum bröndurum sem hver og einn getur túlkað með sinni vild.
  Sæluhrollur 2
Sæluhrollur 2
Líkt og í fyrri bókinni tekur höfundurinn hversdagslegan atburð til
  að spinna litla sögu. En í þetta sinn velur Giardino að segja frá draumórum venjulegs fólks og hvernig raunveruleikinn og draumaheimurinn geta verið samofinn hvort öðru og haft áhrif á hvort annað.      Noðurljós 2   Norðurljós 2
Rakel er enn í Jötnaheimi og kynnist betur lífsháttum álfa og trölla og kemst að því að Víkingar eru verstu menn að eiga við. Spennandi og skemmtileg flækja sem fer með lesandann í hliðarheim ósýnilegra krafta.
 
 
  Edena 2   Edena 2
Atana sem yfirgaf Stell í frumskóginum í Edena eftir heiftarlegt rifrildi ráfar um frumskóginn og verður allt í einu vitni af sprengingu. Þegar hún fer að athuga hvað olli sprenginunni verður hún fangelsuð og farið er með hana í neðanjarðar-borg, Hreiðrið. En Atana er gyðjan sem beðið hefur verið eftir í þúsund ár til að bjarga íbúum Hreiðursins úr ánauð Paterna.
 
Ástríkur í Belgíu
Árið 50 fyrir Krist er Gallía undir stjórn Sesars. En Gallía er skipt í nokkra hluta og einn af þeim er
  Belgískur. Belgar tala sama tungumál og frændur þeirra Ástríkur og Steinríkur. En tilefni ferðarinnar til Belgíu er að Sesar álítur Belga vera hugrakkasta þjóðflokk Gallíu. Þessar fullyrðingar Sesars sættir Aðalríkur sig alls ekki við og fer einn til Belgíu til að afsanna þessa fáránlegu kenningu hans.       Valmöguleikar   Valmöguleikar hverja einustu stund
Sjálfstæð framhaldsaga af fyrri bókinni Stranda-glópur á krossgötum. Júlía hefur fagnað velgengni eftir að hafa verið í einskonar leiðsögn frá vini sínum Anton en einhverja hluta vegna finnur hún fyrir tómleika og enn og aftur fer hún á flakk í von um að skerpa vitund sína.
 
Edena 2
  BÍTLARNIR    
  Drakúla Sígildar sögur
Stórskemmtileg Bítla-bók frá Finnlandi. Króníka útgáfa gefur hana út. Bókin segir auðvitað frá fjórmenningunum Paul, John, Ringo og George úr hljómsveitinni The Beatles. Þetta er saga sem hefur verið sögð ótal sinnum, en þó ekki á jafnskrautlegan hátt og hér.
  Allt frá bernskuárum meðlima og fram að upptökum á fyrstu hljómplötunni á Abbey Road.
Fæst á besta verði á www.barnabok.is
 

Fjöllistakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hefur sent frá sér bókina Mamma kaka. Bókin segir frá Viggó sem er kominn í vetrarfrí, en mamma hans er það alls ekki og vill bara sussa og skammast og í framhaldinu tekur Viggó málin í sínar hendur.
   
  GULLNI HRINGURINN   HALLDÓR BALDURSSON   FELULEIKUR  
 Áhugaverð bók kom út í vorbyrjun 2022. Höfundarnir eru Brimrún Birta Friðþjófsdóttir, teiknari og Viktor Ingi Guðmundsson, rithöfundur.

 

Eins og titillinn bendir til þá er farið hinn fræga gullna hring með systkinunum Ágústi og Júlíu sem þurfa að fá aðstoð frá Gullfossi, Geysi og Þingvöllum til að bjarga Sólinni sem er haldið fanginni í fjallinu Esju af tröllskessunni Esju en verðirnir og jafnframt synir hennar, Steinn, Klettur og Grjót reyna hvað eftir annað að fæla Ágúst og Júlíu frá því að komast inn í fjallið.

Bókin er líka gefin út á ensku. 144 bls. í lit.

 Hvað nú? er fyrsta myndasagan sem landsþekktur myndskreytir, Halldór Baldursson teiknar í fullri lengd.
  Halldór lauk meistaranámi í listkennslufræðum í vor og ákvað að færa lokaritgerð sína í myndasöguform um skólagöngu sína og menntun. Í henni skoðar hann hvernig myndasagan getur nýst til að koma þekkingu og fróðleik á framfæri.    

Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. AM gefur út.

 

 
  Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11;12;13   Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is  
         
Norðurljós 2