froskur útgáfa

                                 Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
 

Menningarhús Grófinni

Listamannahópurinn (gisp!) opnar sýningu í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, 2. hæð, föstudaginn 7. apríl kl. 16. Hópurinn sýnir úrval nýjustu myndasagna (gisp!) auk einhverra gullmola úr fortíðinni.

Myndasögublaðið (GISP!) lifir... og lifir... og lifir. Tólfta tölublaðið er tilbúið og verður gefið út með pompi og pragt á föstudaginn. Um leið opnum við sýningu á nokkrum vel völdum römmum og ræmum. Mætið glöð í bragði!

 

 

 

MYNDASÖGUSAMKEPPNI

 
 


VIGGÓ VIÐUTAN
fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.
Froskur útgáfa ætlar að halda upp á það með skemmtilegri myndasögusamkeppni.
Teiknaðu og sendu okkur myndasögu, 1 síða, í lit eða svart/hvítu með söguhetjunni góðu. Dómnefnd mun fara yfir tillögurnar og þrjár bestu sögurnar verða valdar og fá vinningshafar veglegan myndasögupakka í verðlaun.

Skila þarf inn myndasögu fyrir 31. mars 2017 til:
Froskur Útgáfa - Vatnagörðu 14 - 104 Reykjavík

Frekari upplýsingar
www.froskur@myndasogur.is
eða í síma 565 4031

Gangi ykkur vel!

 

 

 

Froskur gefur út fimm nýjar myndasögur fyrir jól!

 
 

Þegar draumavætturinn Alfjeder gengur inn í draum, finnur hann nýskapaða draumavættinn Skaði. Eina leiðin fyrir þau til að komast úr draumnum er að finna kjarna draumsins. Hins vegar hefur martraðavættur falið sig í draumnum með það í huga að éta upp kjarnann.  Til að stöðva martraðavættinn, þurfa Alfjeder og Skaði að læra að vinna saman. Það gæti reynst þrautin þyngri, því Skaði þarf fyrst að átta sig á því hvað það þýðir að vera draumavættur.
Draumóri er fyrsta myndasaga Andra K. Andersen sem kemur út í bókaformi. Hann hefur áður teiknað stuttar myndasögur en þarna stigur hann lengra fram með lengri sögu í átt að því sem honum þykkir skemmtilegast að gera: teikna myndasögur.

 

Stjörnu-Tígri er ný hetja í íslensku myndasöguflórunni. Hún er einskonar lögga alheimsins sem ferðast um geiminn til að verja hann gegn allskonar árásum. Stjörnu-Tígri er afkvæmi tilrauna jarðarbúa til að eignast þræla sem gætu farið í stjörnustríð í þeirra stað. En kettirnir sem voru erfðabreyttir í því skyni reyndust sjálfstæðari en aðrar dýrategundir, sem gerði það að verkum að þeir flúðu undan oki mannanna og hurfu sporlaust út í geiminn. En þjálfunin sat eftir og er Stjörnu-Tígri afstrengi þeirra tilrauna.
Til að forða sér frá árás Manna og Grama lendir Stjörnu-Tígri á eldfimru plánetu sem stýrt er af vélmennum úr pýramídalagaðri byggingu. Með samvinnu Grama, Manna og Stjörnu-Tígra tekst að sigra vélmennin og mynda bandalag Svörtu Stjörnunar til frambúðar.

 
 

Strumparnir eru komnir á kreik í nýrri bók með tveimur ævintýrum. Í því fyrra ræðst ógeðfeldur fugl á þorp strumpanna eftir að tveir óvarkárir strumpar kasta út í bláinn flösku sem inniheldur seyði sem yfirstrumpur bjó til og breytir lífverum í ógnvekjandi martröð. En Strumparnir deyja ekki ráðalausir og sigrast að lokum á óhræsinu. Í seinni sögunni er einn strumpurinn í þorpinu orðinn leiður á að strumpa ekki neitt og vill sjá heiminn. Hann ákveður því þvert á ráðleggingar yfirstrumps að fara af stað og kynnast ævintýrum sem heimurinn býður upp á. En það er ekki sjálfgefið að yfirgefa hreiðrið og lifa af skóginum.
Strumpum vel á móti strumpunum!

 

Lukku Láki er 70 ára í ár. Í tilefni þess er Froskur útgáfa að gefa út eitt af áður óþýddum ævintýrum hans. Draugabærinn heitir hún. Bókin er listilega skrifuð af Goscinny og teiknuð af Morris.
Lukku Láki rekst á tvo spilasvindlara: Kalla og Danna á ferð sinni sem leiðir hann í Tígulgil, bæ sem er skammt frá Gullhæð þar sem allt snýst um gullgröft. Siggi skot er eini íbúi Gullhæðar og rekur alla í burtu, fullviss um að þeir ásælist gullnámuna hans. Reyndar virðist ekkert gull að finna í námunni, en karlinn leitar þó enn í von um ríkidæmi. Kalli kóngur og Danni kaupahéðinn sjá tækifæri til að hirða gullnámuna af þeim gamla en þá er Lukku-Láka að mæta.

 

Svalur og Valur fengu ljósmyndir frá Don Contralto í lok síðasta ævintýris. Myndirnar sýna þá og Gormdýrið saman í frumskóginum í Palombíu en það er eitthvað við myndirnar sem Svalur nær ekki að skilja. Eftir miklar vangaveltur ákveða félagarnir að halda til Palombíu og taka Zantafio, frænda Vals, með til að finna Gorm sem þrjótar höfðu rænt. Endurfundirnir reynast erfiðir og ánægjulegir í bland. Hvað verður um Gorm? Vill hann koma aftur til borgarinnar eða vegnar honum best í sínum upprunalegu heimkynnum?

 

 

         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11

 

Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is