froskur útgáfa

                                 Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
  SUMARBÆKUR 2018  

 

Valerían – Safnbók 2
Fyrir unglinga/fullorðna


3 sögur í einni bók. Í Huldum heimi flækjast hetjurnar okkar í blóðugt kynjastríð í hinu fjarlæga sólkerfi Úkbar. Þau lenda á milli tveggja elda í glímunni um Teknórog þegar hin ævaforna þjóð Alfólona snýr aftur á heimaslóðir á nýlendu Jarðar. Í Fuglahöfðingjanum, kemst parið í hann krappan eftir að hafa nauðlent á óþekktu smástirni þar sem dularfullur húsbóndi drottnar yfir þegnum sínum í krafti fugal sturlunarinnar.

 

Strandaglópur á krossgötum
Fyrir unglinga/fullorðna


Klara er á krossgötum í lífinu og leitar svara. þessa helgi ætlar hún í hugleiðslu með hópi af fólki á dásamlegan stað sem mun breyta viðhorfi hennar. En oft er leitað langt yfir skammt. Lífið er óútreiknanlegt og bíður öllum þeim sem kunna að staldra við og hlusta á dásemd hversdagsleikans.

 
 

Lúkas 1 - Flautað til leiks
Fyrir börn og unglinga

Lúkas er sérhlífinn og klunnalegur unglingur. Hann vill ólmur taka sig á, en það er hægara sagt en gert. Þar til óvænt hjálp berst… að handan. Hjálparhellan heitir Daníel sem hefur allt með sér. Hann er sætur, fyndinn, klár og fótboltasnillingur. Hans eina vandamál er að hann er draugur. Lúkas er eina manneskjan sem hann getur haft samskipti við. Vill Lúkas breyta sér? Það verður erfitt, en Daníel er reiðubúinn að taka að sér að þjálfa Lúkas og gera hann að fótboltastjörnu!

 

Lúkas 2 - Einvígið
Fyrir börn og unglinga


Lúkas er sérhlífinn og klunnalegur unglingur. Hann vill ólmur taka sig á, en það er hægara sagt en gert. Þar til óvænt hjálp berst… að handan. Hjálparhellan heitir Daníel sem hefur allt með sér. Hann er sætur, fyndinn, klár og fótboltasnillingur. Hans eina vandamál er að hann er draugur. Lúkas er eina manneskjan sem hann getur haft samskipti við. Vill Lúkas breyta sér? Það verður erfitt, en Daníel er reiðubúinn að taka að sér að þjálfa Lúkas og gera hann að fótboltastjörnu!

 

  Skemmtilegir þættir um Tinna og Tobba í útvarpinu!  
 

Gisli Marteinn Baldursson fjallar um hinar vinsælu teiknimyndabækur um blaðamanninn Tinna og höfundinn Hergé.

Viðmælendur: Björn Thorarensen, Eirík Bergmann Einarsson, Þorgrím Kára Snævarr, Halla Oddný Magnúsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir, Óskar Þór Axelsson, Róbert Marshall, Sveinn Guðmarsson, Hrafn Jónsson, Sævar Helga Bragason, Yrsa Sigurðardóttir, Felix Bergsson, Þorsteinn Bachmann, Jón Karl Helgason, Einar Falur Ingólfsson, Sigrún Helga Lund, Halla Helgadóttir, Baldur Stefánsson, Katrín Jakobsdóttir, Tinni Sveinsson.

http://www.ruv.is/thaettir/aevintyri-tinna

 

 
         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11;12

 

Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is