froskur útgáfa

                                 Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
 
  Bolur, bolla, taska úr heimi Valerían til sölu. Takmarkað magn.  
       
 

M - L - XL: 3.200 kr.

  Verð: 2.900 kr.   Verð : 3.900 kr.  
 
  Byggðu í þrívídd úr heimi Viggó, Sval og Val og Gorm! Takmarkað magn til sölu. Verð frá 3.200 kr.  
   

  Froskur býður upp á bókaveislu fyrir 2017! 18 titlar!  
   
  Ný Ástríksbók í nýjum búningi og nýrri þýðingu. Gotarnir ráðast inní Gallíu til að ræna seiðkarli sem á að hjálpa þeim að sigra heiminn. En Gaulverjar eru ekki beint ánægðir með það. Hápólitísk ádeila með gamansömum undirtóni sem minnir mann á að pólitík snýst oftar en ekki um að ná í valdastól.   Rakel elskar að skirfa og lesa. Hún vill skrifa skáldsögur. Dýragarður hugans er ljúf saga með Rakel í farabroddi sem leysir ásamt vinkonum sínum ráðgátuna um dularfullu ferðir Herra Dulós í nærliggjandi skógi.   Að vinna hjá bókaútgáfu Frosks getur verið dálítið erfitt á köflum. Sér í lagi ef starfskraftur eins og Viggó viðutan vinnur í húsinu. Að eiga starfs-mann eins og hann í sínum röðum heldur manni við efnið. Já, manni leiðist ekki á daginn hjá Froskinum. Verst er þegar helgarnar eru LÍKA lagðar undir afglöp Viggós.   Seinni hluti þar sem John Difool og vinir hans reyna að koma í veg fyrir að sólkerfum vetrabrautar líði undir lok vegna geðveikrar áætlunar þjóna myrkursins. En fyrir John er annað á teningnum sem hann óraði ekki fyrir þegar hann kynntist Inkala.   Lóa, mamma hennar og stjúpfaðirinn missa allt í eldvoða nema dagbók mömmunnar. Lóa les hana og kemst af ýmsu sem útskýrir margt í fari meðlima fjölskyldunnar. En ástandið á eftir að versna í þessari nútímafjölskyldu þótt bjart sé framundan.   Lukku Láki tekur að sér að flytja verðmætan farangur þvert yfir Bandaríkin. Honum datt ekki í hug að afleiðingar þessara ferðar ætti eftir að vega þungt á einkalíf hans sem eins og allir vita sem þekkja hann hefur verið eintómt þægindi í fylgd með hestinum sínum.  
   
 

Loðmundur er litill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi. Í þessari bók hittir hann gráðuga hafmey sem gleypir allt sem mannfólkið hendir í sjóinn.
Umhverfismál er mál málanna og best að ræða það sem fyrst við börnin okkar. Fræðandi, þroskandi sería án texta sem hentar öllum frá þriggja ára aldri.

  Loðmundur er litill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi. Í þessari bók hittir hann vampíru í dullarfullum kastala. Loðmundur er hræddur fyrst en er hægt að vinna bug á hræslunni?
Ræðum það við börnin okkar er megininntak bókarinnar. Fræðandi, þroskandi sería án texta sem hentar öllum frá þriggja ára aldri.
  Loðmundur er litill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi. Í þessari bók hittir hann fullt af fólki í matjurtagarði. En stingandi randafluga er á sveimi. Einelti og árásarhvöt annarra er það sem rædd er um í þessari sögu. Fræðandi, þroskandi sería án texta sem hentar öllum frá þriggja ára aldri.   Loðmundur er litill og sætur trítill sem er alltaf í góðu skapi. Í þessari bók hittir hann ömmu sem virðist dásamleg í fyrstu en annað kemur í ljós. Er hægt að treysta ókunnugum eftir útilitinu einu?
Verðugt er að ræða það við börnin okkar. Fræðandi, þroskandi sería án texta sem hentar öllum frá þriggja ára aldri.
  Í Strumpalandi er hár veggur sem Strumparnir forðast að fara yfir. Hvað leynist hinum megin? Strumpar auðvitað! En þetta eru stelpu-strumpar. Strumparnir og stelpuþorpið er fyrsta bókin í nýrri Strumpa-seríu með bæði kyn af strumpum. Í lok bókarinnar eru teikni- og litaþrautir fyrir alla litlu strumpana.   Í þessari bók eru tvær skemmtilegar smíðastrumpasögur.
Krakk, búmm, bzííí, vlamm, klong og strump! Hamar og sög eru
strumpuð hægri og vinstri og nýjar vélar líta dagsins ljós
sem veldur ringulreið í strumpaþorpinu.
 
   
  Signý og Begga eru flottar skvísur á framhaldskólaaldri sem allir strákar vilja fara út með. Agnes er vinkona þeirra beggja þótt hún sé venjuleg stelpa sem reynir hvað hún getur til að falla inn í þennan skvísuhóp. Bráð-skemmtileg hádeila á heim táninga sem hefur látið samskiptasíður loga rækilega.   Skriðdrekasagan-bókin er teiknuð rétt eftir frelsun Belgíu í seinni heimstyrjöldinni. Tvær sögur eru í bókinni ásamt örlítlum smásögum með Franquin við teikniborðið. Hér er á ferðinni fyrstu spor þessa merkis teiknara sem átti eftir að verða einn að þeim fremstu í heiminum í sinni grein!   Endurbætt útgáfa á fyrsta Svalsbók sem Froskur gaf út fyrir fjórum árum.   Svalur og Valur bregða sér í heilsubótarferð til smáþorpsins Sveppaborgar úti í sveit. En sveitasælan er senn rofin. Dularfullir sveppir spretta á víðavangi með undarlegri angan og húsdýrin hegða sér skringilega. Borgarstjórinn er ráðþrota og dularfullur greifi er með óhreint mél í pokahorninu.   Snorri og Soffía ætla í þetta skipti að bjarga heiminum frá glötun! Hvorki meira né minna, takk! En Soffía hugsar meira um að bjarga ástarævintýri sínu en mannkynið getur bara beðið. Ef þessi bók á að vera síðasta bókin sem þú lest fyrir heimsendi þá mun hún hjálpa þér að fara yfir um með bros á vör!   Valerían-serían kom út fyrst í Frakklandi 1967. Hún er forveri Star Wars myndanna og margt er sameiginlegt í Valerían-seríunni og það sem Lukas hefur tekið frá henni til að byggja myndirnar sínar á. Þetta er fyrsta safnbókin af vonandi mörgum.  

 

Goðheimar 8
er komin út
hjá Forlaginu

Það er vor í Ásgarði. Freyja, gyðja ástarinnar, dansar um í skóginum með sitt fegursta djásn, Brísingamenið. Æsirnir hrífast með – nema Loki sem hefur allt á hornum sér og engan áhuga á ástinni. Þess í stað hrellir hann hina ástsjúku æsi og hleypir öllu í bál og brand með lævísum lygum.

 

Matarpásu-
myndasögu-
bókin
eftir Árna Jón Gunnarsson

Stuttar myndasögur sem Árni hefur teiknað síðan 2015 og safnað saman í bók.
Fáránlegt, skemmtilegt og gaman væri að fá að lesa meira. Bara fara í matarpásu og teikna!

  Bára Blöndal
Kristján gefur út sjálfur nýja bók með hetjunni Báru Blöndal lögreglukonu. Geimsögur eru líka að finna í bókinni sem er í lit. Óvenjulegt því einkenni Kristjáns er svartur og hvítur stíll.
 

 

Kristján Jón Guðnason sýnir myndasögur
í Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
og stendur til 28. nóvember 2017

Á sýningunni eru myndir úr nýjustu myndasögu Kristjáns Jóns, Bára Blöndal og demanturinn. Myndasögur Kristjáns Jóns eru svarthvítar og einkennast af skýrum útlínum og einföldum en sterkum dráttum. Myndmálið er hreint og þó sumar sögurnar séu ævintýralegar er hversdagsleikinn ekki síður viðfangsefnið. Meðal myndasagna Kristjáns Jóns eru Edensgarðurinn (2006), Vorblús (2009), Átök á Júpíter (2010) og Lífsþorsti (2014)

 

 

Menningarhús Grófinni

Listamannahópurinn (gisp!) opnar sýningu í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni, 2. hæð, föstudaginn 7. apríl kl. 16. Hópurinn sýnir úrval nýjustu myndasagna (gisp!) auk einhverra gullmola úr fortíðinni.

Myndasögublaðið (GISP!) lifir... og lifir... og lifir. Tólfta tölublaðið er tilbúið og verður gefið út með pompi og pragt á föstudaginn. Um leið opnum við sýningu á nokkrum vel völdum römmum og ræmum. Mætið glöð í bragði!

 

 

 

MYNDASÖGUSAMKEPPNI

 
 


VIGGÓ VIÐUTAN
fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.
Froskur útgáfa ætlar að halda upp á það með skemmtilegri myndasögusamkeppni.
Teiknaðu og sendu okkur myndasögu, 1 síða, í lit eða svart/hvítu með söguhetjunni góðu. Dómnefnd mun fara yfir tillögurnar og þrjár bestu sögurnar verða valdar og fá vinningshafar veglegan myndasögupakka í verðlaun.

Skila þarf inn myndasögu fyrir 31. mars 2017 til:
Froskur Útgáfa - Vatnagörðu 14 - 104 Reykjavík

Frekari upplýsingar
www.froskur@myndasogur.is
eða í síma 565 4031

Gangi ykkur vel!

 

 

 

Froskur gefur út fimm nýjar myndasögur fyrir jól!

 
 

Þegar draumavætturinn Alfjeder gengur inn í draum, finnur hann nýskapaða draumavættinn Skaði. Eina leiðin fyrir þau til að komast úr draumnum er að finna kjarna draumsins. Hins vegar hefur martraðavættur falið sig í draumnum með það í huga að éta upp kjarnann.  Til að stöðva martraðavættinn, þurfa Alfjeder og Skaði að læra að vinna saman. Það gæti reynst þrautin þyngri, því Skaði þarf fyrst að átta sig á því hvað það þýðir að vera draumavættur.
Draumóri er fyrsta myndasaga Andra K. Andersen sem kemur út í bókaformi. Hann hefur áður teiknað stuttar myndasögur en þarna stigur hann lengra fram með lengri sögu í átt að því sem honum þykkir skemmtilegast að gera: teikna myndasögur.

 

Stjörnu-Tígri er ný hetja í íslensku myndasöguflórunni. Hún er einskonar lögga alheimsins sem ferðast um geiminn til að verja hann gegn allskonar árásum. Stjörnu-Tígri er afkvæmi tilrauna jarðarbúa til að eignast þræla sem gætu farið í stjörnustríð í þeirra stað. En kettirnir sem voru erfðabreyttir í því skyni reyndust sjálfstæðari en aðrar dýrategundir, sem gerði það að verkum að þeir flúðu undan oki mannanna og hurfu sporlaust út í geiminn. En þjálfunin sat eftir og er Stjörnu-Tígri afstrengi þeirra tilrauna.
Til að forða sér frá árás Manna og Grama lendir Stjörnu-Tígri á eldfimru plánetu sem stýrt er af vélmennum úr pýramídalagaðri byggingu. Með samvinnu Grama, Manna og Stjörnu-Tígra tekst að sigra vélmennin og mynda bandalag Svörtu Stjörnunar til frambúðar.

 
 

Strumparnir eru komnir á kreik í nýrri bók með tveimur ævintýrum. Í því fyrra ræðst ógeðfeldur fugl á þorp strumpanna eftir að tveir óvarkárir strumpar kasta út í bláinn flösku sem inniheldur seyði sem yfirstrumpur bjó til og breytir lífverum í ógnvekjandi martröð. En Strumparnir deyja ekki ráðalausir og sigrast að lokum á óhræsinu. Í seinni sögunni er einn strumpurinn í þorpinu orðinn leiður á að strumpa ekki neitt og vill sjá heiminn. Hann ákveður því þvert á ráðleggingar yfirstrumps að fara af stað og kynnast ævintýrum sem heimurinn býður upp á. En það er ekki sjálfgefið að yfirgefa hreiðrið og lifa af skóginum.
Strumpum vel á móti strumpunum!

 

Lukku Láki er 70 ára í ár. Í tilefni þess er Froskur útgáfa að gefa út eitt af áður óþýddum ævintýrum hans. Draugabærinn heitir hún. Bókin er listilega skrifuð af Goscinny og teiknuð af Morris.
Lukku Láki rekst á tvo spilasvindlara: Kalla og Danna á ferð sinni sem leiðir hann í Tígulgil, bæ sem er skammt frá Gullhæð þar sem allt snýst um gullgröft. Siggi skot er eini íbúi Gullhæðar og rekur alla í burtu, fullviss um að þeir ásælist gullnámuna hans. Reyndar virðist ekkert gull að finna í námunni, en karlinn leitar þó enn í von um ríkidæmi. Kalli kóngur og Danni kaupahéðinn sjá tækifæri til að hirða gullnámuna af þeim gamla en þá er Lukku-Láka að mæta.

 

Svalur og Valur fengu ljósmyndir frá Don Contralto í lok síðasta ævintýris. Myndirnar sýna þá og Gormdýrið saman í frumskóginum í Palombíu en það er eitthvað við myndirnar sem Svalur nær ekki að skilja. Eftir miklar vangaveltur ákveða félagarnir að halda til Palombíu og taka Zantafio, frænda Vals, með til að finna Gorm sem þrjótar höfðu rænt. Endurfundirnir reynast erfiðir og ánægjulegir í bland. Hvað verður um Gorm? Vill hann koma aftur til borgarinnar eða vegnar honum best í sínum upprunalegu heimkynnum?

 

 

         
 

Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11

 

Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is