froskur útgáfa

                                 Vatnagarðar 14 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

Smelltu á lógó

 
 

MYNDASÖGUR 2019 - FROSKUR ÚTGÁFA

 
    Tinni
Ferðin til tunglsins

Árið 2019 fagnar Tinni 90 ára afmæli og eru 65 ára liðin frá ferð hans til tunglsins. Í Bandaríkjunum fagnar geimferðastofnunin Nasa að fimmtíu ár eru liðin frá ferð Appollo 11 til Tunglsins og göngu Neil Armstrongs á tunglinu. Þessir tveir viðburðir eru hvatinn sem Froskur útgáfa, stærsta myndasögu­útgáfa Íslands, þurfti til að ráðast í endurútgáfu á öllum ævintýrum.            
    Tinni
Í myrkum mánafjöllum

Árið 2019 fagnar Tinni 90 ára afmæli og eru 65 ára liðin frá ferð hans til tunglsins. Í Bandaríkjunum fagnar geimferðastofnunin Nasa að fimmtíu ár eru liðin frá ferð Appollo 11 til Tunglsins og göngu Neil Armstrongs á tunglinu. Þessir tveir viðburðir eru hvatinn sem Froskur útgáfa, stærsta myndasögu­útgáfa Íslands, þurfti til að ráðast í endurútgáfu á öllum ævintýrum.            
  Lóa 7   Lóa 7
Söguhetjan Lóa heldur áfram að vaxa og þroskast. Í þessari sögu er Lóa að finna sjálfa sig og átta sig á hver hún vill verða. Hún og Mía vinkona hennar eru nú að verða fullorðnar og þurfa að takast á við allt sem fylgir. Kristallar spretta upp úr jörðinni, internetið hverfur og vinkonurnar velta fyrir sér hvað þetta hefur í för með sér fyrir jörðina og þær sjálfar.     
 
 
  Lukku Láki Sjakalinn
  Lukku-Láki
Sjakalinn

Lukku-Láki glímir við mannaveiðarann Rebba rykfrakka. Svarti stóðhesturinn Hans Hátign III hverfur og þeir vilja báðir finna hann til að fá fundarlaun. Leikurinn berst um víðan völl og bandaríski riddaraherinn, indíánar og töfralæknar, ásamt þorpsbúum koma við sögu. Getur Lukku-Láki losað sig af pyntingarstaurnum? Hvar er Hans Hátign III?
  Svalur og Valur 56   Svalur og Valur
Í klóm kolkrabbans

Útgáfufyrirtæki sem Svalur og Valur vinna hjá er á barmi gjaldþrots. En fjárfestir kemur til hjálpar í skiptum fyrir notkun á ímynd hetjunnar okkar. Fljótlega komast þeir á snoðir um að þeir ráða í raun ekki neinu og hafa misst allt vald í hendur græðgismanna.
  Tímaflakkarar 6   Tímaflakkarar 6
Soffía og Snorri láta aldrei deigan síga þegar þeim leiðist í nútímanum og eru orðin óhrædd að ferðast aftur í tíma til að finna lausn á sínum vanda. En allt kemur fyrir ekki. Fortíðin er jafn flókin og nútíðin og það sem á að heita lausn í gær verður að stóru vandamáli í dag. Farmiði með þeim til fortíðar er ávísun á skemmtun dagsins í dag.
 
 
  Loðmundur-Skuggalegi skógurinn   Loðmundur
Skuggalegi skógurinn

Loðmundur fer út í haustveðrið og rekst á rauðan svepp. Þá opnast leynihurð og hann kemur á dularfullan stað. Þar hittir hann akarnafólkið, lendir ævintýrum og glímir við blóðþyrsta úlfa…              Ekki missa af þessu skógarævintýri Loðmundar.
  Lúkas 3   Lúkas 3
Framhald af fyrstu tveimur bókunum um Lúkas og félagar sem hafa notið mikilla vinsælda hjá öllum aldurshópum. Nú fær lesandinn að vita hvernig leikurinn endar á milli Lækjarbotnaskóla og Fjallaskóla. Leik sem Lúkas og félagar mega alls ekki tapa, því annars er framtíð liðsins í húfi.
  Lúkas 4   Lúkas 4
Framhald af fyrstu tveimur bókunum um Lúkas og félagar sem hafa notið mikilla vinsælda hjá öllum aldurshópum. Nú fær lesandinn að vita hvernig leikurinn endar á milli Lækjarbotnaskóla og Fjallaskóla. Leik sem Lúkas og félagar mega alls ekki tapa, því annars er framtíð liðsins í húfi.
 
 
  Loðmundur-Namminamm   Loðmundur
Namminammm fjölskyldan

Loðmundur fer út í skóginn og trjágreinar fleygja honum þéttasta frumskóginn. Þar hittir hann frumbyggjastelpuna Hnetu, sem sýnir honum töfra skógarins, illa sofið tígrisdýr og lævísan snák. Fjölskyldan er svöng en sem betur fer er Loðmundur klár snáði…
  Loðmundur-Loðin himnasending   Loðmundur
Loðin himnasending

Það snjóar og Loðmundur fer út með hlýjan trefil. En dularfullt fyrirbæri truflar kyrrðina. Storkur klófestir Loðmund í gogginn sinn og sleppir honum ofan í skorstein og ofan á jólagjafahrúgu. Hann hittir gamalt dót einsog ljósálfinn, Gosa og bangsa krútt…
  Loðmundur-Fanturinn Rastaber   Loðmundur
Fanturinn Rastaber

Loðmundur fer út á hveitiakurinn að ganga og lendir innan í heybagga. Hrekkjótti kötturinn Rastaber finnur hann og losar úr prísundinni. Þeir fara að leika sér við hænuunga og svo hrekkja þeir hin dýrin á bænum, en svínið Jambó tekur á málunum á sinn hátt.
 
 
  Ástríkur-Gullsigðin   Ástríkur
Gullsigðin

Sjóðríkur brýtur gullsigðina sína og getur ekki útbúið töfradrykkinn án hennar. Ástríkur og Steinríkur eru gerðir út af örkinni til að útvega nýja gullsigð af bestu gerð hjá Sigðríki í Lútesíu. En verkstæði hans er lokað og læst. Hvað hefur gerst? Félagarnir fylgja sönnunargögnum sem leiða þá í fang rómverska hersins.   
  Viggó 1- Mættur til leiks  

Viggó 1
Mættur til leiks

Viggó viðutan birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval þann 28. febrúar árið 1957. Lengi vel var ekki minnst á hann einu orði. Svo fóru að birtast fyrstu sögurnar um þennan iðjuleysinga sem átti eftir að gjörbylta ímynd myndasöguhetjanna til frambúðar. Í þessari bók er rakið sögu og tilvíst Viggós hjá Sval blaðinu.

  Múmínálfarnir Vol 2   Múmínálfarnir Bók 2
Safnbók 2 sem Tove Jansson teiknaði um Múmínfjölskylduna og birtust í dagblaðinu Evening News í Lundúnum á árunum 1953 til 1959. Fjórar mislangar sögur í svart/hvítu.
Tove beinir spjótum að samtímanum og liggur ekki á skoðunum sínum á konum og körlum.
 
 
  Ástríkur-Hinn stolni papýrus Sesars   Ástríkur
Hinn stolni papýrus Sesars

Júlíus Sesar var að enda að skrifa: „Athugasemdir um Gallastríðið“. En meðal upptalningu orrustu-sigranna eru atvik sem sverta ímynd Sesars. Til að komast hjá því að láta almenning vita um hrakaföll Sesars í Gallastríðinu, er tekið á það ráð að kippa þeim út úr ritinu fræga. En Ástríkur og félagar komast yfir eintak sem veldur usla í Rómaveldinu.
  Flugstrumpurinn   Strumparnir
Flugstrumpurinn

Fimm litlar sögur eru í þessari bók og aðalpersónan fyrir utan Strumpana er Kjartan. En óheppni fylgir honum hvert fótmál. Hann verður barinn, blautur, skrámaður, sprengdur upp, bitinn og fær raflost þegar hann kemur nálægt Strumpi! En haldið þið að hann láti þar við sitja? Ónei ...
  Sæúlfurinn   Sæúlfurinn
Jack london lifði líkt og eldtungur gera þegar þær nærast á ognahraða á sinu.
Hann var ostruræningi, selveiðimaður, gullgrafari, virkur byltingamaður og svo mætti lengi telja. Hann var rithöfundur sem skrifaði fimmtíu skáldsögur og smásögur. Hér er ein af þeim sem listamaðurinn Riff Reb’s endursegir á sinn einstaka hátt.
 
 
  Svínaharður Midgarð   Svínharður smásali
Hér gefur að líta, í fyrsta sinn á bókaformi, nokkrar myndasögur Kjartans Arnórssonar sem birtust óslitið í Þjóðviljanum á árunum 1981 ti l1984. Þetta fyrsta hefti hefur að geyma gersemar sem mega ekki gleymast.
  Gen-02   Gen-01#2
Hópur vísindamanna vinnur að mikilvægum rannsóknum sem gætu skipt sköpun fyrir heiminn, en háskaleg öfl fylgjast grannt með. Hvaða djöfullegu áætlarniir hafa þau á prjónunum?
Annar hluti í þessari æsispennandi alíslensku myndasögu, kröftuglega teiknuð af Fannari.
         

 

Nýjustu blöð í byrjun 2019

 
  Leðurblakan 2-3 og 4 heftin eru komin út hjá Nexus. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara.   Bjarni Hinriksson útgefandi og teiknari Gisp!-blaðið gefur út nýtt blað. Myrkvi.
Myrkvi er fyrirheiti myndasagna þar sem Hildingur hálfmáni, Bjáli, Hulda, Maia og fleiri persónur leiða okkur smám saman inn í furðuheim með rætur í okkar eigin. Í þessu hefti er fyrsti hluti sögunnar um Stafamannamorðin.
 

   

GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2019

Froskurinn þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með útgáfunni, styrt hana, uppgötvað hana, dýrkað hana, hunsað hana og óskar þeim Gleðilegt nýs bókaárs.

2018 var gott ár og hópurinn sem les myndasögur fer alltaf stækkandi. Þeir sem eiga myndasögubækur upp á háloftið eða kjallara eru að endurupptgötva hvað þessar bókmenntir hafa að geyma mikinn fjársjóð. Fjársjóður sem lifir um ókomna tíð.

Nýtt ár er hafið og verður eins og undanfarin ár atburðaríkt með útkomu nýrra titla strax næsta vor. Titlar sem náðu ekki í tæka tíð að vera stimplaðir 2018. Ástríkur, Svalur og Valur, Tímaflakkarar og fleira bitastætt.

Stórt skref var stígið í desember þegar lítil bókabúð var opnuð á skrifstofu fyrirtækisins undir heitinu „Litla tjörnin“. Um hundrað unglinga- og barnabækur voru í boði og þeir sem komu að versla gátu keypt góðar bækur á mjög góðu verði. Undirtektir voru umfram væntingar og „Tjörnin“ verður áfram starfrækt með enn breiðara úrval barnabóka á næstu mánuðum. En „Litla tjörnin“ er í dag með mesta úrval nýrra og eldri íslenskra myndasögubóka landsins. Kíkið við ef þið eigið leið fram hjá eða skoðið heimasíðuna „myndasogur.is“. Almennur veiðitími er frá 12 til 17 fimmtudaga og föstudaga.

Kærar kveðjur, Froskur

   

 

JÓLABÆKUR FRÁ FROSKI

 
  Sæluhrollur 1   Sæluhrollur
Sæluhrollur er safnbók með sjö stuttum sakamálasögum. Í hverri sögu er tekið fyrir
saknæmt athæfi sem ekki verður leyst með lögmætum hætti.
  Skvísur 2   Skvísur 2
Körtur færa sig upp á skaftið
Signý og Begga, skvísur með meiru, missa aldrei tækifærið til að gera Agnesi lífið leitt. Þrátt fyrir viðleitnina ná þær ekki að spilla ástarsambandi sem hefur myndast á milli Agnesar og Danna. En þær gefast ekki upp...
  Skósveinarnir 3   Skósveinarnir - bók 3
Skósveinarnir eru vanir að þjóna vinnuveitanda sínum með bros á vör. Þeir vilja gera vel og hjálpa en oft fer það úr böndunum og niðurstaðan verður mistök.
40 blaðsíður af textalausum bröndurum sem hver og einn getur túlkað með sínu nefi.
 
 
  Gen-01 seinni úgáfa   Gen-01
Ósköp venjulegur maður sér líf sitt umturnast þegar hann er rændur úti á götu og færður á leynilega rannsóknarstofu. Þetta fyrsta hefti er fyrri hluti af þríleik og afrakstur nýs teiknara, Fannar Gilbertsson.
  Lukku láki Stórfurstinn   Lukku-Láki - Stórfurstinn
Lukku-Láki tekur að sér að fara um landið stóra og burðast með stórfursta úr Austri og aðstoðarmann hans. Stórfursti sækist eftir spennu og vill berjast við indíána og bandíta á meðan Lukku-Láki reynir að passa upp á að hann skaðist ekki í skemmtiferðalaginu.
    Edena - - bók 1
Ein af meistaraverkum Moebius hefur göngu sína með þessari þrískiptu sögu, Edena. Tveir bifvélavirkjar, Atan og Stell, eru neyddir til að lenda á dularfullri plánetu. Á henni hafa safnast ólíkar og allar tegundir mannvera sólkerfisins. Nýtt upphaf er í uppsiglingu og við fáum að fylgjast með þeim Atan og Stell.
 
 
  Lóa 6 Lóa 6 - Kofinn
Sumarið er komið á ný hjá Lóu. Í þetta sinn fer hún með vinkonum sínum og mömmu til ömmu sem býr í Grafarþögn. Lóa er á krossgötum ásamt Mínu og Maríu-Emilíu. Pör myndast og önnur leysast upp. Allt verður skýrara fyrir Lóu. Eða er það kannski bara tímabundið?
  Dagbækur Rakelar 2   Dagbækur Rakelar 2
Dýrmætar minningar
Til að láta sér ekki leiðast þetta sumar, fylgist Rakel með fólkinu í kringum sig. Dag einn sér hún gamla konu sem hagar sér sérkennilega á sama tíma alla daga vikunnar. Með því að fylgjast með henni kemst hún að dýrmætum minningum sem engum hafði dottið í hug að kæmi nokkurn tíma í ljós.
  Viggó 2   Viggó 2 - Dútl og draumórar
Viggó lætur ekki deigan síga á skrifstofu útgefandans og Valur finnur alveg fyrir því. Herra Seðla birtist í fyrsta skipti og kemur engum á óvart að Vali tekst ekki að láta hann skrifa undir samninga. Hvað skyldi henta honum? Það óvenjulegasta er að sjá Val og Viggó skála í botn í lok bókarinnar með drykkja-auglýsinguherferð.
 

  RÓSAKOT GEFUR ÚT SIGILDAR SÖGUR í NÝJUM BÚNINGI   NEXUS GEFUR ÚT BATMAN Í NÝJUM BÚNINGI  
  Drakúla Sígildar sögur   Rósakot, sem gefur út barnabækur, hefur hafið útgáfu á myndasögubókum í bókaflokknum "Sigildar sögur". Fyrsta bókin heitir Drakúla og er sú fyrsta af mörgum, er haft eftir útgefandanum. Þessi bók er öðruvísi en þær "Sigildar sögu"-heftum sem Siglufjarðar prentsmiðja gaf út á árum áður. Vegleg 104 síðna bók í lit og með hörðum spjöldum.
Sagan er í svipuðum stíl og í gömlum heftum
  Blakan 1 Nexus   Undir heitinu BLAKAN er Nexus að fóta sig í bókaútgáfu í fyrsta skipti.
Haraldur sem starfar sem þýðandi stendur að þessu nýja verkefni ásamt þeim Pétri Yngva Leóssyni myndasögusérfræðingi og Gísla Einarssyni, forstjóra Nexus. Til stendur að gefa út sex bækur, eina á mánuði, og verður fyrsta bókin gefin út í desember. Hver bók er rúmlega 100 blaðsíður með allt að fimm sögum hver. Til að gefa lesendum forsmakk á íslenska Leðurblökumanninn var gefið út sérstakt fríblað í Nexus á föstudaginn 16. nóvember, degi íslenskrar tungu.
 

  NEXUS ER FLUTT Í GLÆSIBÆ  
  Image Nexus Glæsibær

„Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ í október. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við.

Einungis fimm ár eru síðan Nexus opnaði í Nóatúni og hafði þá stækkað mikið. Verslunarplássið í Glæsibæ er um 600 fermetrar en auk þess verður 500 fermetra spilasalur þar sem viðskiptavinir koma saman og spila.

Íslenska myndasögudeildin hefur að jafnaði fengið sinn eigin rekka og bíður upp á mikið úrval þyddra og innlendra myndasögubóka.

 

 

MIDGARD ER FYRSTA STÓRA AÐDÁENDAHÁTÍÐIN
Á ÍSLANDI!

  Gen-01 logo  
 
 

Á hátíðinni í Laugardagshöll kemur saman fólk sem hefur áhuga á vísindaskáldskap, fantasíum, teiknimyndum, búningagerð, bókum, borðspilum og annað því tengd.
Hátíðin stendur dagana 15. og 16. september 2018 frá klukkan 10 til 22.
Ýmislegt er á dagskrá eins og pallborðsumræður, fyrirlestrar, kynningar og námskeið. Þar verða sölubásar, kynningarbásar, stöðvar þar sem verið er að kenna fólki skemmtileg spil. Erlendir gestir eru einnig stór hluti af hátíðinni og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.



Gen-01 fyrir midgardÍ tilefni þessa hátíðar gefur Froskur út bók GEN-01 eftir höfundinn Fannar Gilbertsson. Þetta er fyrsta myndasaga Fannars og gerð í anda GEN seríunnari bandarísku en auðvitað með íslensku ívafi. GEN-01 er fyrsta heftið af þremur.

 

  SUMARBÆKUR 2018  

  Valerían 2

Valerían – Safnbók 2
Fyrir unglinga/fullorðna


3 sögur í einni bók. Í Huldum heimi flækjast hetjurnar okkar í blóðugt kynjastríð í hinu fjarlæga sólkerfi Úkbar. Þau lenda á milli tveggja elda í glímunni um Teknórog þegar hin ævaforna þjóð Alfólona snýr aftur á heimaslóðir á nýlendu Jarðar. Í Fuglahöfðingjanum, kemst parið í hann krappan eftir að hafa nauðlent á óþekktu smástirni þar sem dularfullur húsbóndi drottnar yfir þegnum sínum í krafti fugal sturlunarinnar.

 

Strandaglópur á krossgötumStrandaglópur á krossgötum
Fyrir unglinga/fullorðna


Klara er á krossgötum í lífinu og leitar svara. þessa helgi ætlar hún í hugleiðslu með hópi af fólki á dásamlegan stað sem mun breyta viðhorfi hennar. En oft er leitað langt yfir skammt. Lífið er óútreiknanlegt og bíður öllum þeim sem kunna að staldra við og hlusta á dásemd hversdagsleikans.

 
  Lúkas 1

Lúkas 1 - Flautað til leiks
Fyrir börn og unglinga

Lúkas er sérhlífinn og klunnalegur unglingur. Hann vill ólmur taka sig á, en það er hægara sagt en gert. Þar til óvænt hjálp berst… að handan. Hjálparhellan heitir Daníel sem hefur allt með sér. Hann er sætur, fyndinn, klár og fótboltasnillingur. Hans eina vandamál er að hann er draugur. Lúkas er eina manneskjan sem hann getur haft samskipti við. Vill Lúkas breyta sér? Það verður erfitt, en Daníel er reiðubúinn að taka að sér að þjálfa Lúkas og gera hann að fótboltastjörnu!

 

Lúkas 2Lúkas 2 - Einvígið
Fyrir börn og unglinga


Lúkas er sérhlífinn og klunnalegur unglingur. Hann vill ólmur taka sig á, en það er hægara sagt en gert. Þar til óvænt hjálp berst… að handan. Hjálparhellan heitir Daníel sem hefur allt með sér. Hann er sætur, fyndinn, klár og fótboltasnillingur. Hans eina vandamál er að hann er draugur. Lúkas er eina manneskjan sem hann getur haft samskipti við. Vill Lúkas breyta sér? Það verður erfitt, en Daníel er reiðubúinn að taka að sér að þjálfa Lúkas og gera hann að fótboltastjörnu!

 

  Skemmtilegir þættir um Tinna og Tobba í útvarpinu!  
 

Gisli Marteinn Baldursson fjallar um hinar vinsælu teiknimyndabækur um blaðamanninn Tinna og höfundinn Hergé.

Viðmælendur: Björn Thorarensen, Eirík Bergmann Einarsson, Þorgrím Kára Snævarr, Halla Oddný Magnúsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir, Óskar Þór Axelsson, Róbert Marshall, Sveinn Guðmarsson, Hrafn Jónsson, Sævar Helga Bragason, Yrsa Sigurðardóttir, Felix Bergsson, Þorsteinn Bachmann, Jón Karl Helgason, Einar Falur Ingólfsson, Sigrún Helga Lund, Halla Helgadóttir, Baldur Stefánsson, Katrín Jakobsdóttir, Tinni Sveinsson.

http://www.ruv.is/thaettir/aevintyri-tinna

 

 
  Eldri færslur: 1;2;3;4;5;6;7;8;9;10;11;12   Myndasögur.is / Vatnagarðar 14 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is