Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is |
Nýtt fræðirit eftir Úlfhildi Dagsdóttur |
---|
Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar |
---|
er fræðirit um heim myndasagna. Í bókinni er greinargott yfirlit yfir sögu myndasögunnar og úttekt á menningarlegri stöðu hennar. Fjallað er um frásagnarhátt myndasagna og það hvernig hann er ólíkur frásagnarhætti annarra miðla sem sameina myndir og orð. Áhersla er lögð á að fjalla um ólíkar tegundir og greinar myndasögunnar, fjölbreytni í stíl og einstaka möguleika þessa forms til tjáningar, hvort sem um er að ræða fagurfræðilega sýn eða félagslega umræðu. Niðurskipun efnisþátta í bókinni miðast við tíu flokka myndasagna. Þeir eru: Manga, Evrópskar sögur, Ofurhetjur, Vísindaskáldskapur, Hrollvekjur, Ævintýri, Skáldrit, Skrípó, Gamansögur og Annað. Sérstakur kafli er um myndasögur á Íslandi. Með því að leggja upp með þessa flokka er sýnt fram á þá miklu fjölbreytni sem formið býr yfir. Hverjum flokki fylgir ágrip af sögu og helstu einkennum, auk þess sem tekin eru dæmi til greiningar útfrá kenningum um frásagnaraðferðir og myndmál myndasögunnar. |
Bókin er fáanleg hjá Frosk útgáfunni á tilboðsverði! Tilboðið gildir 2. til 15. september |
Ritinu er ætlað að ná til sem flestra þátta tengdum myndasögum, fagurfræði, frásagnarmáta, sögu og menningu. Markmiðið er að leggja grundvöll að umræðu um myndasögur, bæði almennri og fræðilegri og jafnframt stuðla að aukinni viðurkenningu myndasöguformsins almennt, en einnig sérstaklega að vekja athygli á sögu og stöðu íslenskra myndasagna, en þær hafa ekki hlotið verðskuldaða athygli, þó vegur þeirra hafi farið vaxandi síðustu árin. Úlfhildur Dagsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðikona og rithöfundur og starfar einnig sem verkefnastýra á Borgarbókasafni Reykjavíkur. Starfið þar felst meðal annars í því að hafa umsjón með myndasögudeild safnsins. Úlfhildur hefur skrifað fjölda greina um myndasögur, haldið fyrirlestra og kennt námskeið um myndasögur. Allar upplýsingar um það má nálgast á heimasíðu hennar: garmur.is/varulfur. Myndasagan er fjórða bók Úlfhildar, en áður hefur hún gefið út tvær ljóðabækur og eina fræðibók sem nefnist Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (2011).
|
3000 kr. var 4800 kr. |
Í tilefni útgáfu bókar Úlfhildar "Myndasagan" verður Froskur bókaútgáfa með sértilboð á tveimur myndasögubókum Tilboðið gildir 2. til 15. september |
1230 kr. var 2000 kr. |
---|
Skuggar - myndasögusýning í myndasögudeild í aðalsafni Borgarbókasafns |
---|
Föstudagur 15. ágúst kl. 16 Fyrir ári kom út eftir hann grafíska skáldsagan „Skugginn af sjálfum mér“ þar sem segir af tilvistarhremmingum myndasöguhöfundarins Kolbeins Hálfdánssonar. Í gönguferðum um strendur og fjöll Gran Canaria reynir hann, með aðstoð sonar síns, að raða saman á ný orðum og myndum. Á sýningunni er allri bókinni raðað upp sem einu verki á vegg. Sagan af blúsuðu síðpönksveitinni „Síðasta geispanum“ birtist í myndasögublaðinu Gisp!. Miðaldra karlmenn í leit að síðbúinni lífsfyllingu stofna hljómsveit með skringilegum afleiðingum. Er þetta æfingarstúdíódrama eða morðsaga? Er sögunni lokið? Tvær sögur af meistaranum og lærisveinum hans birtust í Ókeipiss í ár og í fyrra. Þær eru vísir að safni stuttra myndasagna um hinar skoplegri hliðar andlegrar leitar sem vonandi sjá dagsins ljós í bók á næsta ári. Þar verður spurningum um uppljómun, innri kyrrð og líf eftir dauðann alls ekki svarað. Hægt er að nálgast myndasögur og önnur verk eftir Bjarna á eftirfarandi vefsíðum:
|
Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |