blek 21

Nýjasta NeoBlek blaðið er komið í bókabúðir!

70 blaðsíður sem svíkja engan. Með þessu tölublaði hefst síðasti kafli úr 3. Testamentinu sem hefur haldið lesendum í spennu um það hverjir munu á endanum komast yfir leyndardóminn um testament sem Kirkjan hefur haldið leyndu í aldanna rás. Sagan "Gátan um jötuninn" tekur á sig nýja stefnu þegar Pálína yfirgefur mannheim til smáfólks. Hún er ráðvillt en kynnist fólki sem lífir í takt við móður jörðina og háskóla verkefnið hennar fer fyrir bí.
Það er margt dularfullt sem leynist í sjónum á jörðinni en hvað þá á annarri plánetu þar sem hafið hefur lítið sem ekkert verið rannsakað! Markús, Gwendolin ásamt Kim kynnast öflugu og miskunnarlausu sjávardýri í "Aldebaran" sem tjáir sig með furðulegum hætti sem getur valdið ömurlegu tjóni fyrir mennina sem eru rétt að nema land.
Það má ekki gleyma að nefna að í þessu blaði eru hvorki meira né minna en fjórir íslendingar með myndasögur. Og það er alltaf ánægjulegt að sýna fram á að þótt framboð á íslenskum myndasögum sé lítil á Íslandi er hún samt lifandi og á eftir að dafna enn frekar.
NeoBlek ávallt alls staðar!

     
verold stefan
 

Íslenskar myndasögur 2012

Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum árið 2012. Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur að ræða og hægt að telja þær á fingrum annarrar handar.


 
 
næstum mennskMyndasagan “Næstum mennsk” eftir Ísold Ellingsen Davíðsdóttir en hún og bróðir hennar, Númi Davíðsson, teiknuðu myndirnar. Bókin var gefin út af aparasscomix sem sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: “Toji er útvalinn Ninja lærlingur frá Japan, sem spáð hefur verið að muni stöðva heimsendi. Píla og Snúður (ekki þeirra raunverulegu nöfn) eru geimverur af heimilislausu eðlukyni, sem sjá jörðina sem mögulegan framtíðardvalarstað. Míó er nýfallinn engill í tilvistarkreppu. Gúrka er varúlfur sem ólst upp í óbyggðum íslands í félagsskap álfkonunnar Emblu. Sagan fjallar um hvernig leiðir þeirra lágu saman í fyrsta sinn með afdrifaríkum afleiðingum fyrir mannkynið – og alla hina.”
 
vampíraAnnað nýtt fólk var Sirrý Margréti og Smári Pálmarsson, sem gerðu og gáfu út mynda- söguna “Vampíra”. Sirrý teiknaði myndirnar og Smári skrifaði söguna . Frá höfundunum segir: “Í stuttu máli fjallar sagan um Krissu, 16 ára stelpu úr Reykjavík sem á í hatursrömmum átökum við sjálfsmyndina og samfélagið. Svona eins og flestir fást við á sínum unglingsárum. En er Vampíra unglingasaga? Nei, ekkert frekar—því inni í okkur öllum býr öskrandi unglingur sem syrgir fortíðina og missir svefn yfir því að hafa ekki gert fleiri heimskuleg mistök þegar hann/hún var enn þá nógu vitlaus til að hafa afsökun.”
 
 

 

     
 

opinberunHugleikur Dagsson gerði myndasöguna “Opinberun” sem fjallar um viðbrögð háþróaðra geimvera við biblíunni. Hann segir: “Hefurðu heyrt um Biblíuna? Það er svona lífsstílsbók sem kennir manni að það er ljótt að stela og drepa og girnast nágranna sinn. Hún er líka full af alls kyns ævintýrum um fljótandi dýragarða, uppvakning með göt í lófunum og allsbert fólk sem talar við snáka. Sumt í Biblíunni er meira að segja svo geðveikt að það er ekki kennt í kristinfræði.

Þessi bók er um besta partinn af Biblíunni. Endinn. Okeibæ og Forlagið gáfu út bókina.

 
okeipiss2Hugleikur hélt myndasögusamkeppni fyrir Ókeypis myndasögudaginn á Íslandi eins og hann hefur gert árið áður og gaf út í kjölfarið annað tölublað af Ókeipiss.
 
 


 
  neoblek 19  

Það komu út tvö blöð af NeoBleki á árinu. Númer 19. og 20. Tuttugasta tölublaðið var að þessu sinni allt í lit.

Tímaritið er löngu þekkt fyrir vandaðar myndasögur úr þeim kraumandi myndasögupotti sem Frakkar eru duglegir að viðhalda með góðu efni. Íslenskt efni er aldrei langt frá og er iðulega hægt að fylgjast með hinum og þessum sem hafa það að ástríðu að teikna myndasögur.

 
         
  001 myndasögur timaflakk001 myndasögur lóa

 

 

Froskur Útgáfan gaf út tvær franskar myndasögur í íslenskri þýðingu: “Lóa-Trúnaðarkver” eftir Julien Neel og “Tímaflakkarar” eftir Zep, Stan og Vince.

Frá útgefandanum segir að Lóa glímir við mörg dæmigerð vandamál táningsstúlkna. Hún kynnist fyrstu ástinni auk þess sem hún reynir að koma móður sinni saman við sjarmerandi nágranna. Tímaflakkarar fjallar um syst-kinin Soffíu og Snorra sem komast yfir farsíma sem getur flutt þau fram og til baka í tíma. Þau ferðast víða og valda iðulega miklum usla.

 
 


 
  myndasögur tinni svaldilformyndasögur tinni surtseygoðheimar 3  

Iðunn endurútgaf tvær Tinna-bækur: “Dularfulla stjarnan” og “Svaðilför í Surtsey”. Og svo þriðju bókina í Goðheimaseríu Peter Madsens “Veðmál Óðins”.
Valkyrjur hafa það hlutverk að velja hugrakka bardagamenn í lið Óðins sem mun að lokum verja heim goða gegn jötnum. En Óðinn er ekki ánægður með kappana sem þær útvega honum og veðjar við þær að sjálfur geti hann farið til Miðgarðs og fundið þrjá vaska menn sem slái öllum öðrum við. Verkið er þó flóknara en Óðinn ímyndaði sér og hann tefst við leitina. Á meðan hrifsa bræður hans til sín öll völd í Valhöll og gera afdrifaríkar breytingar.
Þá veit ég ekki betur en að íslensk myndasöguútgáfa árið 2012 sé upptalin og er ekki hægt að tala um annað en jákvæða þróun, sem að á vonandi eftir að halda áfram árið 2013.

 
         
 

Eldri færslur: 1

 

Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is