Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í leiknum okkar í ár en 20 heppnir þátttakendur geta farið að hlakka til því búið er að draga úr pottinum sem margir duttu í og þeir sem heppnir eru geta haft kósi um jólin og lesið eina af skemmtilegustu jólabókunum í ár. Arfinnur Jónasson, Gujón Sigurðsson, Kristján Ármannsson, Gunnar Júlíusson, Atli Laugdal, Elías Melsted, Eyþór Hauksson, Ástráður, Guðvarður Steinþórsson María Sigureyjardóttir sem vinna sér inn bókinaTímaflakkarar. Við óskum þeim til hamingju og gleðilegra jóla. Fleiri leikir verða í framtíðinni. Ekki missa af þeim! |
Myndasögubók "Tímaflakkarar" með systkinunum tveimur Soffíu og Snorra inniheldur bráðskemmtilegar stuttar myndasögur. Pabbi þeirra fer með þeim á flóamarkað og viti menn, þau rekast ekki á nýjasta Iphone 5 heldur á gamlan farsíma sem fer með þeim hvert sem er aftur í tímann! Ekki amalegt! Á ferðum þeirra heimsækja þau ekki ómerkari menn en Leonardo da Vinci, Napoleón eða Drakúla! Oft munar litlu að allt fari á versta veg en snögg viðbrögð þeirra bjarga þeim alltaf á síðustu stundu. Eins og amma segir: „ Aldrei henda neinu.“ Hvernig væri að grafa upp gamla símtækið og prófa hvort það virkar ekki til að ferðast aftur í tíman? | Lóu þekkja margir sem hafa fylgst með teiknimyndaseríunni á RÚV. Lóa var upprunalega teiknuð sem myndasögupersóna og hér er fyrsta ævintýrabókin hennar. Hún og mamma hennar búa í lítilli íbúð í blokk. Margt breytist þegar ungur fyrirmyndarmaður að nafni Ríkharður flytur á sömu hæð og þær. Lóa og vinkona hennar Mína reyna hvað sem þær geta til að koma þeim saman. En Lóa hefur sjálf nóg að hugsa um með draumaprinsinn sinn Trausta sem hún elskar af lífi og sál. Og ekki batnar ástandið þegar amma hennar kemur óvænt í heimsókn einn góðan veður dag. Hér er á ferð fyrstu skref stúlku sem lærir fljótt að lífið er togstreita á milli ástar og vináttu. Allt er hverfullt en fjölskyldukjarninn er besti staðurinn til að hreiðra um sig og safna nýjum kröftum til að takast á við lærdóm sem hversdagsleikinn leggur í veg fyrir hvern og einn. |
Myndasögubókin Goðheimar Veðmál Óðins er komið út hjá Iðunni. Þetta er þriðja bókin í seríunni sem Peter Madsen hefur teiknað fyrir 30 árum síðan. Í þessari bók hafa Valkyrjur það hlutverk að velja hugrakka bardagamenn í lið Óðins sem mun að lokum verja heim goða gegn jötnum. En Óðinn er ekki ánægður með kappana sem þær útvega honum og veðjar við þær að sjálfur geti hann farið til Miðgarðs og fundið þrjá vaska menn sem slái öllum öðrum við. Verkið er þó flóknara en Óðinn ímyndaði sér og hann tefst við leitina. Á meðan hrifsa bræður hans til sín öll völd í Valhöll og gera afdrifaríkar breytingar. |
|
Nýjasta myndasögublaðið NeoBlek er komið í bókaverslanir. |
|
Athyglisvert viðtal í þessum hefti þar sem Magnús Þór Jónsson, betur þekktur sem Megas talar um ánægju af að lesa myndasögur. Hann er ekki bara lesandi heldur líka safnari eins og pabbi hans Jón Þórðarson var. Erindi NeoBlek við hann var auðvitað að forvitnast um bókasafnið hans og áhuga hans á myndasögum. Þegar komið var heim til hans í litla íbúð í miðbæ Reykjavíkur tóku á móti manni kassar og staflar af bókum. Fáið ykkur sæti og hlustið á tónslistarmaninn tala um það sem honum finnst jafn skemmtilegt og tónlist. Myndasögur! |
20. myndasögublaðið NeoBlek er í vændum! |
2 nýjar myndasögur verða gefnar út um jólin |
|||
|
Nýjar myndasögur munu birtast lesendum eins og "Aldebaran" og "Gátan um Jötuninn." Aldebaran hefur fengið mikið lof fyrir það að vera vísindaskáldsaga með mannlegt yfirbragð. Ung stelpa, Kim að nafni, er í aðalhlutverki á plánetunni Aldebaran-4 sem er í svipaðri stærð og gerð og Jörðin. Hún er staðsett í stjörnumerkinu nautinu þar sem bjartasta stjarna þess heitir Aldebaran. Það sem kemur mest á óvart í sögunni er að mannleg samskipti ræður ferðinni frekar en stjörnustríð sem fólk er vant að sjá. Dýraríkið er mjög fljölbreytt og spilar eitt aðalhlutverkið. "Gátan um Jötuninn" er ævintýri sem gerist á milli heima. Menn og álfar hittast í hliðarheimi. Ung kona, Pálína er að fara í frí í smá þorp í Frakklandi. Fríið byrjar ekki vel þegar bíllinn sem hún fær lánaðan bilar. Erwan, ungur maður sem býr þar kemur eins og bjargvæntur og aðstóðar hana. En hann lumar á öðru sem kemur Pálínu á óvart. Álfar eru ekki langt frá... Þeir lesendur sem hafa misst af síðasta blaði geta ennþá pantað það. Algjörlega frábært hefti sem er allt í lit! |
Froskur Útgáfa gefur út tvær myndasögubækur um jólin. Það er ánægjulegt að sjá að nýr útgefandi ætlar að reyna sig á þessum litla markaði og bjóða Íslendingum upp á að fylgjast með nýjum hetjum. Samkvæmt ritsjórninni fer allt eftir því hvernig viðtökurnar verða um framhald á útgáfunni. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á myndasögum að láta þetta ekki fram hjá sér fara og taka vel á móti Lóu, Soffíu og Snorra. Lófaklapp fyrir Frosk Útgáfu.
Margir hafa spurt um námskeið í myndasögugerð sem myndasögur.is bíður upp á. Það hefur ekki verið tími enn sem komið er til að setja upp nákvæmt námskeið þess vegna er málið í biðstöðu. En það vantar ekki viljan hér til að gefa kost á sliku námskeiði þannig að við skulum bíða og sjá hvort þetta fari ekki í gang næsta vor. Við látum vita um leið og síðan er aðgengileg. Iðunn bókaforlag heldur ótröð áfram að endurgefa út Tinna í sama litla brotinu. Nú eru "Svaðilför í Surtsey" og "Dularfulla stjarnan" sem Íslendingar fengu fyrst í hendur 1971 komnar út á ný. Hugsa sér 40 ár! Tinni er kunnugur öllum mönnum sem lesa myndasögur og þarf ekki að sanna sig sem einn af bestu myndasögum samtíðarinnar. Við hvetjum alla til að lesa hann aftur og fyrir þá sem þekkja hann ekki, að ná sér í eintak hjá Iðunni eða að leita í hillunni hjá afa. Það leynast örugglega eintök af einhverjum titli sem Fjölvi gaf út á sinum tíma. Forlagsverð: 1.890 kr.
|
||
|
Undanfarin ár hef ég verið að lesa myndasöguröðinna Drúidarnir (fr. Les Druides) teiknað af Lamontagne eftir sögu Istin og Jigourel. Fyrsta sagan var gefin út í sex bókum og var það sjötta gefið út núna í lok apríl. Sagan gerist þegar menning kelta er að þurrkast út og þar með talin drúídarnir og kristnin er að ná yfirhöndinni. Sagan hefst á því að kristnir munkar eru myrtir og ýmis merki og tákn drúída er að finna í kringum líkin. Reyndur drúídi er fengin til aðstoðar munkunum til þess að finna morðingjann. Slóð morðingjans leiðir hins vegar til ýmisa goðsagnakenndra hluta sem dengjast drúídum og keltum. |
|||
Myndasögur.is / Ármúla 20 / 108 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |
||||