Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík - sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is |
Smelltu á lógó |
Kristján Jón Guðnason gefur út tvær myndasögubækur. Kristján Jón hefur verið iðinn að teikna myndasögur í ár og hefur gefið út sjálfur tvær nýjar bækur. Mundi sú fyrsta er átján blaðsíðnasögu sem segir frá eldri mann, Munda. Hann byggir hús kærleikans og reynir að fá fólk til að hugsa öðruvísi til betri heim. Önnur bók inniheldur fjórar myndasögur og nefndist Ógnaröld þar sem konur eru í aðalhlutverki. |
Myndasögusýning
Inga Jenssonar Þetta er allt Viggó að kenna! Í tengslum við sýningu Inga Jenssonar Þetta er allt Viggó að kenna! sem opnuð verður í Grófinni þann 4. september, verða tvær myndasögursmiðjur, önnur fyrir börn frá aldrinum 5-10 ára og hin frá 13-18 ára. Þátttaka er ókeypis og skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur, ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is, |
DÁVALDUR eftir Eystein Þórðarson og Hróbjart Arnfinnsson Dávaldur er vísindaskáldsaga sem sækir meðal annars innblástur í sæberpönk. Sæberpönk er yfirleitt stað sett í nálægri framtíð og fjallar um stöðu mannsins í tæknivæddum heimi. Eitt sjónrænt einkenni sem oft er notast við í sæbergpönk-verkum, og þá sérstaklega í kvikmyndum, er neo noir stíllinn. Þar er vísað í film noir stíllinn og byggir neo noir þá á samsetningu á "hinu gamla" og "hinu komandi". Dávaldur tekur lit af þessari stefnu bæði hvað varðar efnistök og stíl - á hugmyndafræðilegan og sjórænan hátt í senn. Í þessu hefti er fyrsti kafli sögunar Dávaldur og ber heitinu "Viðtal 1". Í kaflanum sækir lögreglukonan Mona fund með sálfræðiráðgjafa lögreglunnar eftir óhapp í starfi. Viðtalið fer fram í gegnum tækni sem hefur viðurnefnið DÁVALDUR. |
Froskur útgáfa gefur út fjórar bækur fyrir sumarið 2015 |
---|
|
|
Múmínsnáðinn verður ástfanginn |
|
---|
Viggó er snjallasti uppfinningamaður en lélegasti skrifstofumaður í heimi. Óborganleg uppátæki og geggjaðar uppfinningar setja allt á annan endann. Hvers á Eyjólfur að gjalda? Tekst Hr. Seðlan að undirrita samningana? Hver flokkar póstinn? |
Þeir eru litlir, gulir og kolgeggjaðir! Skósveinarnir slógu í gegn sem aðstoðarverur skúrksins í teiknimyndinni: Aulinn ég! Síðan hafa þeir öðlast sjálfstætt líf með sinni eigin teiknimynd og núna einnig frábærum myndasögubókum. |
Allir þekkja sögurnar um Múmínálfana. En Tove Jansson samdi ekki bara bækur um þessar skemmtilegu verur heldur einnig vinsælar myndasögur sem birtust í blöðum. Múmínsnáðinn verður bálskotinn í hrokafullri leikkonu en Snorkstelpunni er ekki skemmt… |
Múmínfjölskyldan ákveður að halda á frönsku Rívíeruna til að lifa kóngalífi á ströndinni og í spilavítunum innan um milljónamæringa og kvikmyndastjörnur. En hvað gerist þegar í ljós kemur að þau eiga enga peninga? |
Myndasögusýning |
---|
Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |