Blek 1

Blek 2

Blek 3

Blek 4

Blek 5

Blek 6

Blek 7

Blek 8

Blek 9

Blek 10

NeoBlek 10

NeoBlek 11

NeoBlek 12

NeoBlek 13

NeoBlek14/15

NeoBlek 16

 

Hópurinn sameinaðist aftur árið seinna enda stóð ekki á nokkrum manni að halda áfram útgáfu hasarblaðsins Bleks þótt fyrsta hefti seldist illa. En það tekur alltaf tíma fyrir nýja vöru að festa sig í sessi. Nýtt blað kom í nýju broti. “Comics” brotið má kalla það því það samsvaraði stærðinni sem comic blöð eru gefin útí í Bandaríkjunum. Blaðið var prentað úti hjá Small publishers Co. Tveir nýir teiknarar koma við sögu í blaðinu. Þeir Kjartan Arnórsson og Jean Posocco. Með komu hins síðarnefnda má segja að hornsteinn í útgáfu blaðsins sé tryggður því frá og með þessu hefti leggur hann grundvallar áherslu á að blaðið komi út einu sínni á ári og tekur sæti í
ritstjórninni sem auk hans er skipað þeim Þorsteini S. Guðjónssyni og Jóni Ingiberg
.

 

Nýr teiknari, Jean Posocco sem kallar sig Jan Pozok er kominn í raðir Blek-hópsins með miðaldasögu Úrg ala Buks unum. Þessi framhaldsaga snýst um ástir og afbrýði. Sigurður Hinrik, sonur Tuma konungs tunglsjúka heldur af stað að finna heitmey sína Sóldísi konungsdóttur en um það höfðu feður þeirra lagt á ráðin fyrir löngu. Þessi ráðahagur kemur sér illa fyrir Gunnar sem hafði sjálfur ætlað sér að biðja konungsdótturinnar og þess vegna grípur hann til örþrifaráða með aðstoð galdramanns og ónáttúrulegra afla.

 

Hinn þjóðþekkti Erpur Þórólfur Eyvindarsson,
höfundur Mér finnst oft gaman að míga
langt
hefur alla tíð verið óhræddur við að tjá
skoðanir sínar og fer sínar eigin leiðir í þjóð-
félagsádeilunni hér. Ekki er laust við að hann
hafi þó nokkuð til síns máls í þeim efnum!

 


Með söguna Gulrótarhundsdrengurinn
er Ómar Örn Hauksson að spreyta sig sem
höfundur texta og mynda. Við kynnumst
Glimmergloss blacklightmanninum sem hefur
Klöru Bellu á valdi sínu. Hvað gerir Gulrótar-
hundsdrengurinn þegar allt stefnir í óefni?!?

 

Mellódramatíska saga Þorsteins S. Guðjónssonar Steini fer í bíó er með sjálfsævisögulegu ívafi. Sönn saga fyrir sálkönnuði og djúpspekinga.

 

 

Nýliðinn en samt allþekkti Kjartan Arnórsson upplýsir lesendur um sitt helsta tómstundargaman með söguna Kjartansbiti og býður alla velkomna að gangast til liðs við sig til að stuðla að betri heimi.


Jón Ingiberg Jónsteinsson býður okkur upp á fimm blaðsíðna sögu Mojo Land. Hún er um nitjándu aldar munk sem heldur af stað í hættuför og verða ýmsar skrýtnar uppákomur á vegi hans. Persónur úr ævintýrunum,logandi ís og margt fleira skrýtið og skemmtilegt er í þessari sögu.