Neil Gaiman er goðsagnakenndur rithöfundur sem margir myndasögunördar dýrka og dá. Hérna er smá pistill um hann.

Lesið greinina um Neil Gaiman hér!

 

 

 

 

Þau ykkar sem horfðu á Kiljuna miðvikudaginn 19.janúar og sáu Braga Kristjónsson bókakaupmann segja frá íslendingnum sem teiknaði fyrir Walt Disney trúðu kannski ekki ykkar eigin eyrum þegar það kom til tals að vestur-íslendingurinn Charles Thorson ætti stóran þátt í útkomu Mjallhvítar og fleiri þekktra teiknimyndapersóna. Hiawatha indjáninn krúttlegi er af íslenskum ættum.

Sjá nánar grein í Morgunblaðinu hér.

 

Hér er áhugaverð grein um huldumanninn Steve Ditko sem birtist fyrst á hugi.is/myndasogur en við fengum leyfi frá höfundinum Þórði Tryggvasyni til að birta aftur í heild sinni hér.

Kíkið á áhugaverða grein um Steve Ditko!

Allir kannast við Ástrík og Steinrík og ófáir vita að tveir snillingar standa að baki gerð þeirra. Það eru þeir Albert Uderzo og René Goscinny. Að þessu sinni er það Uderzo sem er viðfangsefni umfjöllunnar okkar hérna á netinu.

 

Lesið greinina um Robert Uderzo hér!

 

Á Comiclopedia er að finna umsagnir um þúsundir myndasöguhöfunda og sífellt bætast fleiri við. Þar á meðal eru greinar um frumkvöðla á sviði neðanjarðar myndasagna eins og snillinginn Róbert Crumb sem við hofum snarað yfir á íslensku fyrir ykkur..

 

Lesið greinina um Robert Crumb hér!

Eru ekki allir búnir að gá í geymsluna sína hvort þar liggi kannski gömul myndasögublöð sem gætu verið gulls ígildi? Eintak af fyrstu útgáfu af Superman myndasögublaði frá 1938 var selt fyrir metfé eða eina og hálfa miljón dollara 29.mars 2010 sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir myndasögublað. Nafnlaus kaupandi keypti eintakið af Action Comics nr 1 frá 1938 á netinu á uppboðssíðu ComicConnect.com. Talið er að innan við 100 eintök af Action Comics nr 1 séu enn til í heiminum. Uppboðssíða Comic Connect hafði áður keypt blaðið á uppboði frá einkasafnara. Myndasögublaðið þar sem Ofurmennið kemur fyrir augu lesenda í allra fyrsta sinn sló nokkurra vikna gamalt met myndasögublaðsins Batman sem selst hafði á 1 milljón og 75 þúsund dollara. Til gamans má geta að upprunalega útgáfa júníheftis Action Comics var selt á 10 cent. Lesendur Bleks gætu kannast við forsíðumyndina á þessu blaði en það var Blek-meðlimurinn Jón Ingiberg sem gerði eftirminnilega auglýsingu fyir Epal sem byggð var á henni og birtist í Bleki nr.2.

Smellið hér til að skoða fyrsta blaðið með Superman!

Smellið hér til að sjá auglýsinguna hans Jóns fyrir Epal

Myndasögumarkaður

 

 


Í Hasarblaðinu Bleki nr. 9 birtist skemmtilegt viðtal við Þorstein Thorarensen myndasögu-útgefanda og birtist það nú í fyrsta skipti á Netinu hérna á heimasíðunni okkar undir dálkinum "Greinar" . Fleiri greinar eiga eftir að birtast þar svo þið eigið von á góðu og getið fræðst um margvísleg mál tengd myndasögunni en þar er af nógu að taka.

 

Lesið greinina um Þorstein Thorarensen hér!