Af hverju hætti Fjölvi allt í einu að gefa út myndasögubækur?
Þegar við fórum af stað með þessa útgáfu gátum við verið í samprenti með öðrum. Í kringum 1985 var það orðið erfiðara þannig að hver bók varð miklu dýrari í prentun. Þar að auki hafði áhugi á myndasögum dvínað, videóið hafði hafið innreið sína, og smátt og smátt drógum við okkur úr myndasöguútgáffu og Iðunn líka. Í dag erum við með Tinna á okkar snærum og stefnum að því að gefa þær út aftur á næstu misserum allar 24.
Að lokum, varstu ríkur af þessari útgáfu?
já, já. En ég eyddi öllu í vitleysu þ.e.a.s. í að gefa út listaverkabækur um Van Gogh, Rembrant og fleiri, segir Þorsteinn hlæjandi.
Með þessum orðum þakka ég Þorsteini og óska honum alls hins besta.
En til gamans er gott að rifja upp allar myndasögubækunar sem Fjölvi gaf út frá 1971.
Tinni - 22 bækur. Ástríkur - 18 bækur. Lukku Láki - 33 bækur. Alli, Sigga og Simbó - 2 bækur. Palli og Toggi - 5+4 bækur. Benni flugmaður - 3 bækur. Seinni heimsstyrjöldin - 5 bækur. Alex - 6 bækur. Indíánar sléttunar - 4 bækur. Landkönnuðir - 4 bækur. Prins Vallíant - 14 bækur. Vertu með bækurnar - 3 bækur. Siggi og Vigga - 10 bækur. Valerían - 1 bók. Amerískar myndasögur - 8 bækur. Hringadróttinssaga - 2 bækur.
Alls eru þetta 150 myndasögubækur!
Húrra fyrir Þorsteini!
|