froskur útgáfa

Dugguvogur 17-19 - 104 Reykjavík Sími: 565 4031 - froskur@myndasogur.is - www.myndasogur.is

askrift
blek 10 blek11 blek 12 blek 13 blek 16 blek 15 blek 17 blek 18 blek 19 blek 20 blek 21 blek 23 blek 23 blek 24 Neoblek 25 neoblek 26  
 
  blek 26

Myndasögublaðið NeoBlek 26 er komið í bestu verslanir landsins.

Ljúf og draumkennd saga eftir Moki, Wandering Ghost, kveður að sinni. En ný saga byrjar í þessu hefti undir heitinu Deep. Dýraríkið tekur í sínar hendur að velta manninum úr valdastóli sínum sem fremstu dýrategund á jörðinni. Náttúran er búin að fá sig fullsadda af yfirgangi mannskepnunnar og óskiljanlegar árásir fugla, fiska og spendýra dynja yfir þá. Eru dýrin komin með svipuð skilningarvit og maðurinn eða er svarið að finna í undirdjúpunum?

Æsispennandi saga Blueberrry heldur áfram. Indíánarnir eru komnir í klípu. Þeir halda sig örugga lengst upp á syllu þar sem engin sér þá. Þeir eiga eftir að verða fyrir byssu bláliðanna. Allt er honum Vittorio að kenna sem leiddi hvíta menn í þorpið. En Blueberry, vinur indíánanna, er að koma aftur í þorpið eftir að hafa farið að veiða og finnur torkennilega lausn til bjargar. Jean Giraud og Michel Charlier fara á kostum í þessari sögu.

Humphrey Van Weyden bjargaðist úr sjónum í selveiðiskip sem Úlfur Larsen stýrir. Það var lán í óláni. Humphrey kynnist því hvað sjómannslíf getur verið harðneskjulegt. En hann lærir líka að umbúðir sem klæða menn geta villt fyrir manni. Á bak við óþolandi hroka Úlfs leynist listræn sál sem leyfir sér að ferðast í gegnum bókmenntir á meðan hann siglir á sjó og hræðist ekkert sem fyrir kemur.

Síðast en ekki síst, leyfir Sandra Rós Björnsdóttir okkur að kíkja aðeins í myndasögu sína Djákninn á Myrká sem hún er að teikna í tilvonandi jólabók.

 

  NeoBlek 25 sumarblað myndasöguunnenda er komið í verslanir  
 

 

Sögurnar Blueberry, Wandering Ghost og Sægarpur eru á sínum stað. Allt er að komast á suðupunkt á milli indíánanna og bláliðanna. Blueberry tekur til sinna ráða og hjálpar vinum sínum svo þeir lendi ekki í klóm riddaraliðanna, en hann hefur annað á prjónunum: Sem sagt vinna hjarta ungrar indíánastúlku. Til þess ætlar hann á arnarveiðar. Meira en að segja það. Í Sægarpanum fer Humphrey Van Weyden háskaferð með því að fara um borð í Martinez skipið. Skemmtileg heimsókn verður að martröð þegar skipið ferst og Humphrey er bjargað um borð í seglskipið „Vofan“. Hann kynnist skipstjóranum um borð sem reynist vera algjör ruddi og ómanneskjuleg persóna sem virðir ekkert til að koma sínu fram. Við kveðjum  Ígor Júríkoff og dularfulla heimsókn hans á plánetu Sardox að sinni. Vonandi tekur Páll að sér að koma þessari sögu í bókarform og skemmtilegt væri að sjá hana í lit.

Láttu NeoBlek fara með þig á slóð ævintýra í sumar!

LoupdesmersBlek 25  

 

blek 24Þorrablaðið NeoBleks er komið í bókaverslanir

Í þessu tölublaði tekur sagan um þriðja testamentið enda eftir að hafa birst samfellt í NeoBlek í 10 tölublöðum. Þetta samsvarar 200 blaðsíðum. Gaman væri að sjá þessa sögu í bókaformi og hver veit nema útgefandanum takist það einhvern tíman. Þrjár nýjar myndasögur hefja flugið. Blueberry sem margir íslendingar þekkja er komin aftur undir óviðjafnanlegum stíl Giraud og meistaralega vel skrifuðu handriti Charlier. Báðir eru komnir yfir móðuna miklu en þeir skildu eftir sig ótal margar sögur sem standast tímans tönn og það er ánægjulegt að NeoBlek skuli bjóða eina af þessum sögum. Að þessu sinni er Blueberry orðinn útskúfaður úr riddaraliðinu og hefur vingast við indíána til að hjálpa þeim að lenda ekki í klóm bláliðanna sem smátt og smátt yfirtaka allt landið.

Moki, þýsk listakona, er gestur blaðsins og bíður lesendum að fara með sér inní draumkenndu söguna sína "Wandering Ghost". Skrítið dýr með stór eyru sofnar og þegar það vaknar aftur hefur það breytt um útlit. Sagan er sögð eingöngu með myndum sem leiða mann mjúklega í gegnum þessa ljúfu sögu. Loks er Sægarpur að hefja göngu sína myndasaga eftir Riff Reb´s, en hann fékk viðurkenningu í fyrra fyrir aðra bók. Stórfenglegt ferðalag í orðum og myndum. Riff endursegir eina sögu Jack Londons "The sea Wolf" á sinn hátt og gerir það meistaralega.

Þetta er tölublað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

NeoBlek ávallt alls staðar!

 
 
Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is