neoblek haus
 
              INGI JENSSON

ingi

Ingi Jensson er fæddur í Reykjavík 1970 og kynntist snemma heimi myndasagna og ól lengi með sér þann draum að vinna fyrir sér með teikningu, þó hann hafi í raun verið einstaklega latur við að teikna.

Hann var einn af upphafsmönnum BLEKs og birtist hans fyrsta myndasaga í fyrsta tölublaði blaðsins og hafa allmargar sögur litið dagsins ljós á síðum BLEKs síðan þá.

Fljótlega eftir útgáfu BLEKs nr.1 flutti Ingi til Hollands og kynntist þar myndasögumenningu Flatlendinga - og má segja að þar með hafi ekki verið aftur snúið.

Frá 1999 til dagsins í dag hefur Ingi unnið sjálfstætt sem myndskreytir, myndasöguhöfundur og skopmyndateiknari.

Ingi er eflaust best þekktur fyrir myndasöguna Heimur Sjonna sem birtist í tímaritinu Bleikt&Blátt - Mikka&Manga í FÍB blaðinu og Skóladaga í Skólavörðunni. - Einnig: daglegar myndasögur í DV frá 2003-2005 og Skopmyndir í sama blaði frá 2009-2010.

Frá 2002-2004 rak Ingi myndasöguskólann Myndasöguskúrinn og kenndi áhugasömum helstu handtökin við myndasögugerðina.
Árið 2010 tók hann svo upp þráðinn á ný og kennir nú myndasögugerð í Englandi, þar sem hann er nú búsettur.

Ingi hefur tekið því rólega undanfarin ár á myndasögusviðinu en það þarf eflaust lítið til svo hann rumski á ný.

froskur utgafa